Setti sjálfan sig í fórnarlambshlutverk

Dagmál | 10. desember 2024

Setti sjálfan sig í fórnarlambshlutverk

„Ég spring aðeins út í deildinni árið 2015 og það var mikill áhugi á manni á þeim tíma,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Setti sjálfan sig í fórnarlambshlutverk

Dagmál | 10. desember 2024

„Ég spring aðeins út í deildinni árið 2015 og það var mikill áhugi á manni á þeim tíma,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

„Ég spring aðeins út í deildinni árið 2015 og það var mikill áhugi á manni á þeim tíma,“ sagði Íslandsmeistarinn og knattspyrnumaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson í Dagmálum.

Höskuldur varð Íslandsmeistari í annað sinn á dögunum með uppeldisfélagi sínu Breiðabliki eftir sigur gegn Víkingi úr Reykjavík í Fossvoginum en Höskuldur hefur verið fyrirliði Breiðabliks frá árinu 2020.

Gekk ekki upp

Höskuldur tók út ákveðinn þroskakipp árið 2016 að eigin sögn en hann hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins undanfarin ár.

„Stefnan var að fara út og verða atvinnumaður og allt það en svo gengur það ekki upp,“ sagði Höskuldur.

„Ég varð barnalegur í bæði viðbrögðum og viðhorfi. Ég lærði það þá hvernig á ekki að tækla mótlæti og áföll. Ég tók út einhvern ólifnað og svo setti maður sjálfan sig í fórnarlambshlutverk.

Þetta var mjög dýrmæt reynsla fyrir mig að fá þessa neitun,“ sagði Höskuldur meðal annars.

Viðtalið við Höskuld í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Höskuldur Gunnlaugsson.
Höskuldur Gunnlaugsson. mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is