Telur einræðisherra líta sér nær

Sýrland | 10. desember 2024

Telur einræðisherra líta sér nær

„Það jákvæða við þetta er að þeim hefur tekist að taka Aleppo og Homs án þess að innbyrðis átök brytust út og hafa stjórn á þeim andspyrnuöflum sem þeir hafa yfir að ráða,“ segir Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sérfræðingur í varnarmálum, í samtali við mbl.is um þá stöðu sem komin er upp í Sýrlandi í kjölfar óvæntrar valdatöku uppreisnarmanna Hayat Tahrir al-Sham-samtakanna.

Telur einræðisherra líta sér nær

Sýrland | 10. desember 2024

Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sérfræðingur í varnarmálum, …
Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sérfræðingur í varnarmálum, segir nýliðna atburði í Sýrlandi ljúka ákveðnum kafla í Mið-Austurlöndum. Samsett mynd/mbl.is/Hallur Már/AFP

„Það jákvæða við þetta er að þeim hefur tekist að taka Aleppo og Homs án þess að innbyrðis átök brytust út og hafa stjórn á þeim andspyrnuöflum sem þeir hafa yfir að ráða,“ segir Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sérfræðingur í varnarmálum, í samtali við mbl.is um þá stöðu sem komin er upp í Sýrlandi í kjölfar óvæntrar valdatöku uppreisnarmanna Hayat Tahrir al-Sham-samtakanna.

„Það jákvæða við þetta er að þeim hefur tekist að taka Aleppo og Homs án þess að innbyrðis átök brytust út og hafa stjórn á þeim andspyrnuöflum sem þeir hafa yfir að ráða,“ segir Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sérfræðingur í varnarmálum, í samtali við mbl.is um þá stöðu sem komin er upp í Sýrlandi í kjölfar óvæntrar valdatöku uppreisnarmanna Hayat Tahrir al-Sham-samtakanna.

Kveður Arnór það nú áleitna spurningu að hve miklu leyti Abu Mohammed al-Jolani leiðtogi samtakanna sé tilbúinn til að deila nýfengnum völdum sínum með öðrum uppreisnarhópum í hinu stríðshrjáða Sýrlandi þar sem skammt hefur verið stórra högga á milli á valdatíma hins harðráða forseta Bashars al-Assads sem hraktist frá völdum við atlögu uppreisnarmanna og er sagður hafa leitað skjóls hjá bandamanni sínum Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu.

Þekkja ekki hugtakið lýðræði

„Þá er spurningin hvort [al-Jolani] takist að halda þessu saman og byggja upp einhvers konar stjórnarmynstur í Sýrlandi sem geri það að verkum að þeir geti byggt upp og búið áfram í sínu landi. Vandamálið er að þarna er mikil sundrung og margir andstæðir hópar að berjast um völdin,“ heldur varnarmálasérfræðingurinn áfram, ekkert lýðræði hafi verið ríkjandi í Sýrlandi í rúm fimmtíu ár, „þannig að þeir þekkja ekki það hugtak“, segir Arnór.

„Besta sviðsmyndin er sú að þeir nái utan um þetta og það jákvæða er að fyrrverandi forsætisráðherra [Mohammad Ghazi al-Jalali] hefur heitið samstarfi þannig að það virðist sem stjórnareiningar gömlu Assad-stjórnarinnar séu enn virkar. Þær hafa ekki verið leystar upp sem gefur von um að hægt sé að byggja á þeim og halda áfram,“ segir Arnór.

Lýkur ákveðnum kafla í Mið-Austurlöndum

Verstu sviðsmyndina segir hann vera þá að sömu aðstæður komi upp í Sýrlandi og áður ríktu í Lýbíu og Írak og vísar þar til þeirrar sundrungar sem ríkt hefur í Lýbíu frá upphafi Arabíska vorsins haustið 2010, holskeflu uppþota og óeirða í arabaríkjunum, uppgangs súnnímúslima í Írak.

„Þetta lýkur ákveðnum kafla í Mið-Austurlöndum sem hefur verið einræði og algjört „brútalítet“ í Sýrlandi,“ segir Arnór, „en þeir sem tapa á þessu eru Rússar, þeir eru að missa áhrif sem þeir hafa aflað sér í þeirri borgarastyrjöld sem hefur verið háð í Sýrlandi síðan 2013, og Íranar sem hafa háð stríð við Ísrael gegnum Hizbollah með tengistöð gegnum Sýrland.“

Myndirðu segja að þessir atburðir núna væru þá hugsanlega fyrsta skrefið í átt að breyttri heimsmynd í Mið-Austurlöndum?

„Þetta er alla vega áframhald á þeirri þróun sem verið hefur,“ svarar Arnór, „ég myndi ekki segja að þetta væri breytt heimsmynd, en ég myndi halda að einræðisherrar á borð við [Abdel Fattah Saeed Hussein Khalil] El-Sisi í Egyptalandi litu sér nær,“ lýkur hann máli sínu.

mbl.is