„Það veit enginn hvað gerist næst“

Sýrland | 10. desember 2024

„Það veit enginn hvað gerist næst“

„Bæði pabbi og mamma eru búin að hringja í mig eftir að Assad flúði frá Sýrlandi,“ segir Hassan Shahin, klæðskerinn geðþekki sem hefur skapað sér líf hér á Íslandi ásamt konu sinni og rekur saumastofu á Hverfisgötu í Reykjavík.

„Það veit enginn hvað gerist næst“

Sýrland | 10. desember 2024

Hassan rekur klæðaskerastofu á Hverfisgötunni og hefur myndað góð tengsl …
Hassan rekur klæðaskerastofu á Hverfisgötunni og hefur myndað góð tengsl hérlendis og segist vera orðinn mikill Íslendingur. mbl.is/Árni Sæberg

„Bæði pabbi og mamma eru búin að hringja í mig eftir að Assad flúði frá Sýrlandi,“ segir Hassan Shahin, klæðskerinn geðþekki sem hefur skapað sér líf hér á Íslandi ásamt konu sinni og rekur saumastofu á Hverfisgötu í Reykjavík.

„Bæði pabbi og mamma eru búin að hringja í mig eftir að Assad flúði frá Sýrlandi,“ segir Hassan Shahin, klæðskerinn geðþekki sem hefur skapað sér líf hér á Íslandi ásamt konu sinni og rekur saumastofu á Hverfisgötu í Reykjavík.

„Foreldrar mínir og bróðir eru í Sýrlandi og núna ríkir mikil óvissa í landinu. Þegar foreldrar mínir hringdu sögðu þau að það vissi enginn hvað myndi gerast næst, en þau væru að vonast til að ástandið yrði betra. Eins og staðan er í dag er allt í upplausn.“

Sýrlenskir uppreisnarmenn náðu valdi á höfuðborginni Damaskus á sunnudaginn sem olli því að forsetinn Bashar al-Assad fór í felur og flúði til Rússlands. Á sama tíma og Hassan segir að flestir Sýrlendingar séu ánægðir yfir að Assad hafi verið hrakinn frá völdum sé samt beygur í mörgum yfir hvað taki við, ekki síst í ljósi stríðsátakanna á svæðinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is