39 ára karlmaður í Síberíu hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skemma auglýsingaplaköt þar sem fólk var hvatt til að ganga í rússneska herinn.
39 ára karlmaður í Síberíu hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skemma auglýsingaplaköt þar sem fólk var hvatt til að ganga í rússneska herinn.
39 ára karlmaður í Síberíu hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skemma auglýsingaplaköt þar sem fólk var hvatt til að ganga í rússneska herinn.
Maðurinn, sem kemur frá Zheleznogorsk í Krasnoyarsk-héraði var sakaður um að hafa vísvitandi skemmt 13 slík plaköt í júní síðastliðnum.
Hann var fundinn sekur af dómstóli um að hafa gert lítið úr hersveitum Rússa, að sögn yfirvalda.
Rússar hafa brugðist við af hörku gegn þeim sem hafa mótmælt stríði þeirra gegn Úkraínumönnum, og beitt fjársektum, hótað eða fangelsað þúsundir manna.