Segir ákveðinn skuldavanda fyrir hendi

Dagmál | 11. desember 2024

Segir ákveðinn skuldavanda fyrir hendi

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir að ákveðinn skuldavandi sé fyrir hendi þótt hann sjáist ekki í þeim gögnum sem liggja fyrir núna. Skammtímaskuldir heimila hafa aukist á tímum hárra vaxta og verðbólgu þó svo að skuldahlutfall íslenskra heimila sé ekki á slæmum stað. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála sem birtur er á mbl.is í dag en þar ræðir hann meðal annars um jólaverslun, fjármálaráðgjöf, fjármálalæsi og fleira.

Segir ákveðinn skuldavanda fyrir hendi

Dagmál | 11. desember 2024

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir að ákveðinn skuldavandi sé fyrir hendi þótt hann sjáist ekki í þeim gögnum sem liggja fyrir núna. Skammtímaskuldir heimila hafa aukist á tímum hárra vaxta og verðbólgu þó svo að skuldahlutfall íslenskra heimila sé ekki á slæmum stað. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála sem birtur er á mbl.is í dag en þar ræðir hann meðal annars um jólaverslun, fjármálaráðgjöf, fjármálalæsi og fleira.

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segir að ákveðinn skuldavandi sé fyrir hendi þótt hann sjáist ekki í þeim gögnum sem liggja fyrir núna. Skammtímaskuldir heimila hafa aukist á tímum hárra vaxta og verðbólgu þó svo að skuldahlutfall íslenskra heimila sé ekki á slæmum stað. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála sem birtur er á mbl.is í dag en þar ræðir hann meðal annars um jólaverslun, fjármálaráðgjöf, fjármálalæsi og fleira.

Spurður hvort hann finni fyrir því í störfum sínum sem fjármálaráðgjafi að fólk líti á neyslulán og greiðsludreifingu sem sjálfsagðan hlut svarar hann því játandi.

„Mér finnst fólk oft tala af léttúð um alvarlega hluti. Það er vandi ef lánin eru að hrannast upp þótt þú getir ennþá borgað af þeim eins og sakir standa,“ segir Björn Berg.

Hann segir vandann ekki vera séríslenskan og hafa dómínó-áhrif.

„Þetta er ekki góð þróun því ef einn maður tekur mikið af lánum til að greiða fyrir neyslu gerir næsti maður það líka. Þegar allir í kringum þig keyra dýrari bíla en þeir hafa efni á þá er líklegt að þú gerir það líka,“ segir Björn Berg.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni.

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi var gestur í Dagmálum.
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi var gestur í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már
mbl.is