Drepinn 10 dögum fyrir uppreisnina

Sýrland | 12. desember 2024

Drepinn 10 dögum fyrir uppreisnina

Hundruð Sýrlendinga komu saman í dag til að minnast aðgerðarsinnans Mazen al-Hamada sem fannst látinn í nágrenni við höfuðborgina Damaskus í kjölfar þess að Bashar al-Assad, forseti landsins, hrökklaðist frá völdum. 

Drepinn 10 dögum fyrir uppreisnina

Sýrland | 12. desember 2024

Hamad var borinn til grafar í dag eftir að hann …
Hamad var borinn til grafar í dag eftir að hann fannst látinn. AFP/Sameer Al-Doumy

Hundruð Sýrlendinga komu saman í dag til að minnast aðgerðarsinnans Mazen al-Hamada sem fannst látinn í nágrenni við höfuðborgina Damaskus í kjölfar þess að Bashar al-Assad, forseti landsins, hrökklaðist frá völdum. 

Hundruð Sýrlendinga komu saman í dag til að minnast aðgerðarsinnans Mazen al-Hamada sem fannst látinn í nágrenni við höfuðborgina Damaskus í kjölfar þess að Bashar al-Assad, forseti landsins, hrökklaðist frá völdum. 

Hamada hafði í mörg ár mótmælt Assad-stjórninni og hafði í tvígang verið fangelsaður undir stjórn Assads. Fyrra skiptið var árið 2011 þegar arabíska vorið braust út í landinu. Þremur árum síðar tókst honum að flýja Sýrland og leitaði hann hælis í Hollandi. 

Hann sneri þó óvænt aftur til Sýrlands árið 2020 og var handtekinn við komuna til Damaskus og fangelsaður. 

Fjölda fólks kom saman til að minnast Hamada.
Fjölda fólks kom saman til að minnast Hamada. AFP/Sameer Al-Doumy

Báru ummerki um pyntingar

Í vikunni fundust lík rúmlega 30 manna í líkhúsi sjúkrahúss í úthverfi Damaskus og báru mörg þeirra ummerki um pyntingar. Hamada var einn á meðal þeirra. 

„Ég hafði samtal við lækni og sendi honum myndskeið og mynd. Hann sagði mér að hann [Hamada] hefði verið tekinn af lífi fyrir um tíu dögum,“ sagði systir Hamada í samtali við AFP-fréttastofuna. 

Systir Hamada syrgir bróður sinn.
Systir Hamada syrgir bróður sinn. AFP/Sameer Al-Doumy

Á meðan Hamada dvaldi í Hollandi talaði hann ítrekað opinberlega um þær pyntingar sem hann varð fyrir í fangelsinu í Sýrlandi. Sagði hann Assad-stjórnina hafa meðal annars eyðilagt æsku hans. 

Samkvæmt upplýsingum frá Sýrlensku mannréttindavaktinni hafa í kringum 60 þúsund manns látið lífið af völdum pyntinga eða vegna fangelsisvista í fangelsum undir stjórn Assads síðan að borgarastyrjöld, sem er gjarnan kennd við arabíska vorið, braust út í Sýrlandi árið 2011. 

mbl.is