Lagning nýs Grindavíkurvegar er vel á veg komin og er stefnt að því að opna hann um helgina.
Lagning nýs Grindavíkurvegar er vel á veg komin og er stefnt að því að opna hann um helgina.
Lagning nýs Grindavíkurvegar er vel á veg komin og er stefnt að því að opna hann um helgina.
Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is en hraun fór yfir veginn í síðasta eldgosi í Sundhnúkagígaröðinni sem hófst 20. nóvember og lauk á mánudaginn.
„Stefnan hefur verið tekin á að klára verkið fyrir helgina og þá opnast þessar leiðir til og frá Reykjanesbraut,“ segir Úlfar.
Úlfar segir að svipaður fjöldi dvelji í bænum á hverri nóttu eða í um 50 húsum og þá hófst starfsemi á nýjan leik í Bláa lóninu á föstudaginn eftir rúmlega tveggja vikna lokun. Gestir lónsins safnast saman í Grindavík og þeim er þaðan ekið í skutlum á staðinn.
„Ég hef ekki heyrt annað en að það hafi gengið vel fyrir sig,“ segir lögreglustjórinn.
Spurður hvort hafi verið meiri umferð í Grindavík eftir goslokin segir hann:
„Það er ekki önnur umferð heldur en sú sem snýr að Bláa lóninu,“ segir hann. Úlfar segir ekki mikið um túrista nema þá sem gera sér ferð í lónið og dvelji á Northern Light Inn hótelinu.
„Það hefur verið eitthvað um túrista sem ganga frá bílastæðinu að Fagradalsfjalli en það dregur úr áhuga þeirra þegar gosi lýkur. Það hafa ekki verið nein vandamál með þessa túrista,“ segir Úlfar.
Úlfar segist ekki hafa spurnir af ferðum ókunnugra í hús sem ekki er búið í en Öryggismiðstöðin sinnir ákveðnu eftirliti í bænum ásamt lögreglu.
Úlfar segir að vinna sé enn í gangi við að stækka og styrkja varnargarða við Svartsengi og það ríði á að verja orkuverið ef svo fari að áttunda gosið síðan í nóvember á síðasta brjótist út. Skýr merki eru um að landris á Svartsengissvæðinu sem bendir til þess að kvikusöfnun undir svæðinu sé hafin á ný.