Veisluborð á tíu ára afmæli Skúla

Bjórmenning | 12. desember 2024

Veisluborð á tíu ára afmæli Skúla

„Skúli hefur fest sig í sessi. Hann er ekki bara craft-bar og maður þarf ekki að vera bjórsérfræðingur til að mæta. Hér er góð stemning og við leggjum mikið upp úr að vinir og fjölskyldur njóti sín saman,“ segir Björn Árnason, veitingamaður á Skúla Craft Bar við Aðalstræti í Reykjavík.

Veisluborð á tíu ára afmæli Skúla

Bjórmenning | 12. desember 2024

Björn Árnason mætti á opnunarkvöld Skúla árið 2014 og hefur …
Björn Árnason mætti á opnunarkvöld Skúla árið 2014 og hefur verið viðriðinn reksturinn frá árinu 2016. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Skúli hefur fest sig í sessi. Hann er ekki bara craft-bar og maður þarf ekki að vera bjórsérfræðingur til að mæta. Hér er góð stemning og við leggjum mikið upp úr að vinir og fjölskyldur njóti sín saman,“ segir Björn Árnason, veitingamaður á Skúla Craft Bar við Aðalstræti í Reykjavík.

„Skúli hefur fest sig í sessi. Hann er ekki bara craft-bar og maður þarf ekki að vera bjórsérfræðingur til að mæta. Hér er góð stemning og við leggjum mikið upp úr að vinir og fjölskyldur njóti sín saman,“ segir Björn Árnason, veitingamaður á Skúla Craft Bar við Aðalstræti í Reykjavík.

Tíu ár eru nú liðin síðan staðurinn var opnaður. Ekki er algengt að barir lifi svo lengi í óbreyttri mynd í miðborg Reykjavíkur en Skúli hefur frá upphafi gengið að föstum kúnnahóp og verið mörgum sem vin í eyðimörk háværra skemmtistaða í nágrenninu. Björn var sjálfur tíður gestur á staðnum áður en hann tók sér stöðu bak við barborðið.

Lista yfir þá bjóra sem eru fáanlegir á krana hverju …
Lista yfir þá bjóra sem eru fáanlegir á krana hverju sinni er að finna á töflu yfir barnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég mætti á opnunarkvöldið og var fastagestur áður en ég kom inn í reksturinn árið 2016. Eftir það rak ég staðinn með hléum í smátíma og tók svo alfarið við árið 2019.“

Afmælisveisla í næstu viku

Mikill uppgangur var í handverksbjórmenningu þegar Skúli var opnaður. Næstu ár á eftir spruttu ný brugghús upp reglulega hér á landi og bjórar frá erlendum brugghúsum voru fluttir yfir hafið til að bjór­áhugafólk gæti bragðað á þeim hér. Síðustu ár hefur þessi markaður náð ákveðnu jafnvægi, vinsældir handverksbjóra eru kannski ekki þær sömu og áður en ákveðinn hópur heldur sínu striki.

„Bjórmenningin er sterk í okkur öllum, hvort sem það er craft-bjór eða bara bjór yfirhöfuð. Nýjabrumið er kannski farið af handverksbjórunum enda er ekki endalaust hægt að finna upp nýja bjóra. Hins vegar hafa gæðin aukist. Hér eru nú æ fleiri farnir að brugga hágæðabjór og áhuginn á þeim er enn til staðar.“

Mikið verður um dýrðir í tengslum við afmælið. Þegar er kominn í sölu nýr bjór sem bruggaður var í samstarfi við brugghúsið Malbygg af þessu tilefni. Tvöfaldur IPA-bjór sem kallast Sonur morgunsins og er hann bæði fáanlegur í dósum og af krana. Sérstök bjórglös verða framleidd í stíl við dósina og frá og með næstu viku verður hægt að kaupa gjafapakka með dósum og glasi. Jólagjöf bjóráhugafólks, segir veitingamaðurinn.

„Svo verðum við með stórt afmælispartí á fimmtudaginn í næstu viku, 19. desember. Þá verða akkúrat tíu ár frá því að staðurinn var opnaður. Af því tilefni flytjum við inn bretti af bjór frá Finback-brugghúsinu sem að mínu viti er besta brugghúsið í New York um þessar mundir.

Fá hjálp frá Fiskmarkaðinum

Við munum einnig vera með nýjan bjór frá Borg brugghúsi, þurrhumlaðan, villigerjaðan, tunnuþroskaðan súrbjór sem gerður er af þessu tilefni. Aðeins eru framleiddir 40 lítrar af þessum bjór sem kallast Björn Borg. Ég ber enga ábyrgð á nafninu,“ segir Björn í léttum tón.

Gestum verður boðið upp á léttan fingramat og afmælisköku meðan birgðir endast. „Við ætlum að notast við bjór í alla réttina og fáum sér­staka hjálp frá matreiðslumeisturunum á Fiskmarkaðinum.“

Björn Árnason veitingamaður á Skúla Craft Bar
Björn Árnason veitingamaður á Skúla Craft Bar Eggert Jóhannesson
mbl.is