Ekki alveg búin að jafna sig

Kóngafólk | 13. desember 2024

Ekki alveg búin að jafna sig

Katrín prinsessa af Wales er ekki fyllilega búin að jafna sig segir ónefndur fjölskylduvinur í viðtali við People. Hún sýnir þó mikil batamerki og það er ljós fyrir enda ganganna.

Ekki alveg búin að jafna sig

Kóngafólk | 13. desember 2024

Katrín prinsessa brosti sínu breiðasta á jólatónleikunum Together at Christmas.
Katrín prinsessa brosti sínu breiðasta á jólatónleikunum Together at Christmas. AFP

Katrín prinsessa af Wales er ekki fyllilega búin að jafna sig segir ónefndur fjölskylduvinur í viðtali við People. Hún sýnir þó mikil batamerki og það er ljós fyrir enda ganganna.

Katrín prinsessa af Wales er ekki fyllilega búin að jafna sig segir ónefndur fjölskylduvinur í viðtali við People. Hún sýnir þó mikil batamerki og það er ljós fyrir enda ganganna.

„Það verður nokkur bið á því að hún snúi aftur til vinnu af krafti eins og hún var þekkt fyrir. Hún er nú að hlúa að sér og fjölskyldu sinni.“

Stutt er síðan teknir voru upp jólatónleikar Katrínar Together at Christmas sem sýndir eru á jóladag. Þangað mætti hún með eiginmanni og börnum og við það bundu margir vonir um að hún væri snúin aftur til starfa. Þetta var í fyrsta sinn síðan í júní sem öll fjölskyldan sást saman.

Hún ávarpaði tónleikagesti og sagði að fyrir ári síðan hefði hún aldrei getað ímyndað sér hvað árið 2024 ætti svo eftir að hafa í för með sér.

Á sama tíma fyrir ári síðan var hún að sinna börnunum og undirbúa jólin. Fáeinum vikum síðar gekk hún undir meiriháttar aðgerð á kvið og fékk í kjölfarið krabbameinsgreiningu.

Konunglegir sérfræðingar ráðleggja fólki að binda ekki miklar vonir við endurkomu prinsessunnar á næstunni. 

„Það er mikilvægt að ítreka að þetta er ekki spurning um einhvern kafla sem hægt er að klára og svo verður allt eðlilegt á ný. Krabbamein virkar ekki þannig. Það er tilgangslaust að reyna að fegra raunveruleikann þegar kemur að svo óútreiknanlegum sjúkdómi.“

Katrín var í öllu rauðu á tónleikunum
Katrín var í öllu rauðu á tónleikunum "Together At Christmas" AFP
Katrín prinsessa var glæsileg og spjallaði við gesti.
Katrín prinsessa var glæsileg og spjallaði við gesti. AFP
Katrín prinsessa var í rauðri jólakápu með svartri slaufu.
Katrín prinsessa var í rauðri jólakápu með svartri slaufu. AFP
Pippa Middleton var á meðal gesta.
Pippa Middleton var á meðal gesta. AFP
mbl.is