„Toddi var algjörlega frábær og einn af mínum uppáhalds þjálfurum á ferlinum,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
„Toddi var algjörlega frábær og einn af mínum uppáhalds þjálfurum á ferlinum,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
„Toddi var algjörlega frábær og einn af mínum uppáhalds þjálfurum á ferlinum,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
Hannes Þór, sem er fertugur, lagði skóna á hilluna haustið 2021 eftir afar farsælan feril þar sem hann var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og fór á tvö stórmót með liðinu.
Hannes Þór lék með Fram á árunum 2007 til ársins 2010 og lék þar undir stjórn Þorvalds Örlygssonar, núverandi formanns KSÍ.
„Það varð auðvitað hrun og ég var nýbúinn að gera nýjan samning eftir mjög gott tímabil en samningnum var hent í ruslið,“ sagði Hannes.
„Menn byrjuðu aftur að spila fyrir klink en það var haldinn fundur fyrir tímabilið þar sem mönnum var tjáð það að það væri ekki til neinn peningur.
Verkefnið var borið undir hópinn, að félagið vildi halda öllum hópnum og við vorum spurðir hvort við værum tilbúnir að halda áfram á þeirri vegferð sem við vorum á. Það voru allir tilbúnir í það, út af Todda, þrátt fyrir að allir hefðu þurft að taka á sig mikla launalækkun,“ sagði Hannes meðal annars.