Íbúar segjast varnarlausir

Vöruhús við Álfabakka 2 | 13. desember 2024

Íbúar segjast varnarlausir

„Maður er algörlega varnarlaus gagnvart þessu og hvað get ég sagt? Ég gerði athugasemdir við þessa framkvæmd á auglýsingatíma þar sem við lýstum áhyggjum okkar vegna fimm hæða byggingar alveg við húsið okkar. Við fengum það svar að ekki yrði byggt hærra en ein og hálf hæð og svo rís þessi skelfing sem byrgir fyrir allt útsýni.“

Íbúar segjast varnarlausir

Vöruhús við Álfabakka 2 | 13. desember 2024

Grænn veggur vöruhússins blasir við úr íbúðum við Árskóga 7.
Grænn veggur vöruhússins blasir við úr íbúðum við Árskóga 7. mbl.is/Karítas

„Maður er algörlega varnarlaus gagnvart þessu og hvað get ég sagt? Ég gerði athugasemdir við þessa framkvæmd á auglýsingatíma þar sem við lýstum áhyggjum okkar vegna fimm hæða byggingar alveg við húsið okkar. Við fengum það svar að ekki yrði byggt hærra en ein og hálf hæð og svo rís þessi skelfing sem byrgir fyrir allt útsýni.“

„Maður er algörlega varnarlaus gagnvart þessu og hvað get ég sagt? Ég gerði athugasemdir við þessa framkvæmd á auglýsingatíma þar sem við lýstum áhyggjum okkar vegna fimm hæða byggingar alveg við húsið okkar. Við fengum það svar að ekki yrði byggt hærra en ein og hálf hæð og svo rís þessi skelfing sem byrgir fyrir allt útsýni.“

Þetta segir Sigurdís Jónsdóttir, íbúi í Árskógum 7, sem gerði athugasemd við fyrirhugaða byggingu við Álfabakka 2.

Í svari Reykjavíkurborgar kemur fram að nýtingarhlutfall sé um 1,0 en heimilaður byggingarreitur sé um 10.500 fm, þannig að ef byggingarmagnið yrði jafndreift á lóð innan byggingareits þá myndi byggingin ná upp í eina og hálfa hæð fyrir heimilt byggingarmagn.

Fullyrtu að fimm hæða bygging myndi ekki rísa

„Varðandi áhyggjur um fimm hæða byggingar á allri lóðinni þá er nánast hægt að fullyrða að slíkt getur ekki gerst þar sem byggingarmagn er ekki nægjanlegt fyrir slíkt,“ segir í svari Reykjavíkurborgar til Sigurdísar Jónsdóttur og Birgis Rafns Árnasonar en þau gerðu athugasemdir og lýstu áhyggjum sínum vegna framkvæmdanna sem þá voru fyrirhugaðar.

Ekki náðist í Einar Þorsteinsson borgarstjóra, Dóru Björt Guðjónsdóttur formann skipulagsráðs og Hildi Björnsdóttur oddvita sjálfstæðismanna og fulltrúa í skipulagsráði við vinnslu fréttarinnar.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is