Þyngstu dómarnir miðað við aldur

Óöld í Svíþjóð | 13. desember 2024

Þyngstu dómar Svíþjóðar miðað við aldur

Sautján ára gam­all maður, sem ákærður var fyr­ir þrjú mann­dráp í út­hverf­un­um Väst­berga og Tull­inge í sænsku höfuðborg­inni Stokk­hólmi í októ­ber í fyrra, hlaut í fyrradag tólf ára fangelsisdóm fyrir sænska áfrýjunardómstólnum hovrätten sem staðfesti þar með dóm héraðsdóms frá því í sumar.

Þyngstu dómar Svíþjóðar miðað við aldur

Óöld í Svíþjóð | 13. desember 2024

Svea hovrätt í Stokkhólmi staðfesti dóm héraðsdóms frá því í …
Svea hovrätt í Stokkhólmi staðfesti dóm héraðsdóms frá því í sumar. Ljósmynd/Wikipedia.org/ArildV

Sautján ára gam­all maður, sem ákærður var fyr­ir þrjú mann­dráp í út­hverf­un­um Väst­berga og Tull­inge í sænsku höfuðborg­inni Stokk­hólmi í októ­ber í fyrra, hlaut í fyrradag tólf ára fangelsisdóm fyrir sænska áfrýjunardómstólnum hovrätten sem staðfesti þar með dóm héraðsdóms frá því í sumar.

Sautján ára gam­all maður, sem ákærður var fyr­ir þrjú mann­dráp í út­hverf­un­um Väst­berga og Tull­inge í sænsku höfuðborg­inni Stokk­hólmi í októ­ber í fyrra, hlaut í fyrradag tólf ára fangelsisdóm fyrir sænska áfrýjunardómstólnum hovrätten sem staðfesti þar með dóm héraðsdóms frá því í sumar.

Annar sakborningur, sextán ára gamall, sem ákærður var fyrir að panta drápin og útvega skotvopn, hlaut tíu ára dóm, en hann var fimmtán ára gamall þegar brot hans áttu sér stað.

Fyrri sakborningurinn, sem nú er sautján ára, var sextán ára þegar hann skaut fer­tug­an fjöl­skyldu­föður til bana við Telefon­pl­an-torgið í Väst­berga og tvær kon­ur í ein­býl­is­húsi í Tull­inge degi síðar. Voru börn til staðar í hús­inu þar sem kon­urn­ar voru myrt­ar og móðir og barn særðust enn fremur við árás­ina dag­inn áður. Voru öll brotin framin á eins sólarhrings tímabili.

Við aðalmeðferð málsins lagði saksóknari á það áherslu að ódæðin hefðu tengsl við illdeilur glæpagengja en það hefði ekkert fórnarlambanna hins vegar. Í húsinu í Tullinge býr þekktur listamaður sem tengist liðsmanni klíkunnar Zeronätverket fjölskylduböndum eftir því sem sænska ríkisútvarpið SVT hefur komist á snoðir um.

Láti undan pólitískum þrýstingi

Svo þungir dómar yfir svo ungum sakborningum eru óþekktir í Svíþjóð og gagnrýndi Kristofer Stahre, verjandi yngri sakborningsins, dóm skjólstæðings síns harðlega eftir dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í sumar:

„Þetta er sönnun þess sem ég hef lengi óttast, að dómstólarnir láti undan pólitískum þrýstingi um að fella þyngri dóma yfir ungmennum í ofbeldisöldunni,“ sagði verjandinn og vísaði þar til þeirrar skálmaldar sem ríkt hefur í Svíþjóð síðustu misseri með tíðum skot- og sprengjuárásum.

Kerstin Elserth, dómstjóri við hovrätten, svarar því hins vegar til að brotin séu sérstaklega alvarleg og einkennist af fullkominni vanvirðingu fyrir lífi annarra. Þrátt fyrir ungan aldur verðskuldi ákærðu þunga dóma.

Verjandi yngri sakborningsins, þess sem hlaut tíu ára dóm, íhugar nú að áfrýja málinu til Hæstaréttar hvað refsinguna snertir.

SVT

SVT-II (ákærur gefnar út í málinu)

SVT-III (umfjöllun í sjónvarpsfréttum SVT)

mbl.is