„Þú þarft mjög sterkan haus og sterkan skráp í þetta,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
„Þú þarft mjög sterkan haus og sterkan skráp í þetta,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
„Þú þarft mjög sterkan haus og sterkan skráp í þetta,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.
Arnór, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum en hann á að baki farsælan atvinnumannaferil í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi.
Arnór lauk ferlinum á sama stað og hann hóf hann, hjá uppeldisfélagi sínu ÍA, en hann lék alls 26 A-landsleiki á ferlinum.
„Það er endalaust af hæðum og lægðum í þessu, alveg eins og í lífinu,“ sagði Arnór.
„Þú þarft einhvernvegin að reyna að finna jafnvægi í því að fara ekki of hátt upp þegar vel gengur og svo máttu heldur ekki draga sjálfan þig of langt niður þegar á móti blæs.
Ég held að ég hafi náð að tileinka mér þetta mjög vel því þú upplifir endalaust af mótlæti í þessum bransa,“ sagði Arnór meðal annars.
Viðtalið við Arnór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.