Björgunarskipið Þór sem verið hefur í eigu Björgunarfélags Vestmannaeyja hefur verið selt til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík og var skipið híft um borð í varðskipið Freyju í gær sem flytur Þór til nýrra heimkynna.
Björgunarskipið Þór sem verið hefur í eigu Björgunarfélags Vestmannaeyja hefur verið selt til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík og var skipið híft um borð í varðskipið Freyju í gær sem flytur Þór til nýrra heimkynna.
Björgunarskipið Þór sem verið hefur í eigu Björgunarfélags Vestmannaeyja hefur verið selt til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík og var skipið híft um borð í varðskipið Freyju í gær sem flytur Þór til nýrra heimkynna.
Í samtali við Morgunblaðið segir Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélagsins að Þór hafi þjónað Eyjamönnum vel í ríflega 30 ár, en hann kom til Eyja 1993.
„Þór er búinn að þjóna okkur vel og bjarga mörgum mannslífum,“ segir hann, en kveðst þó ekki hafa tölu á þeim enda skráning þar um ekki nákvæm fyrstu árin.
„Þór er búinn að vera til sölu í fáein misseri,“ segir Arnór, en á endanum fór það svo að Súðvíkingar keyptu skipið. Ekki vildi Arnór gefa upp söluverðið, en kvað báða aðila vera sæmilega sátta við viðskiptin og ánægða með að skipið nýtist áfram til björgunarstarfa.
Varðskipið Freyja lét úr höfn í Eyjum um miðjan dag í gær og hélt áleiðis til Súðavíkur.