Métiers d’arts-línunni fyrir haustið 2025 var fagnað með mikilli fegurð í Hangzhou í Kína á dögunum. Markmiðið var að fagna öllu því stórkostlega handverki og hæfileikum sem blómstra innan veggja franska tískuhússins. Hjá Chanel er sérstök deild sem ber heitið „The Maisons d’art“, sem mætti þýða sem Hús listarinnar, og sameinar hundruð handverksmanna sem sérhæfa sig í útsaumi, fjöðrum, gull-, skó- og hattasmíði, plíseringum og skartgripagerð.
Métiers d’arts-línunni fyrir haustið 2025 var fagnað með mikilli fegurð í Hangzhou í Kína á dögunum. Markmiðið var að fagna öllu því stórkostlega handverki og hæfileikum sem blómstra innan veggja franska tískuhússins. Hjá Chanel er sérstök deild sem ber heitið „The Maisons d’art“, sem mætti þýða sem Hús listarinnar, og sameinar hundruð handverksmanna sem sérhæfa sig í útsaumi, fjöðrum, gull-, skó- og hattasmíði, plíseringum og skartgripagerð.
Métiers d’arts-línunni fyrir haustið 2025 var fagnað með mikilli fegurð í Hangzhou í Kína á dögunum. Markmiðið var að fagna öllu því stórkostlega handverki og hæfileikum sem blómstra innan veggja franska tískuhússins. Hjá Chanel er sérstök deild sem ber heitið „The Maisons d’art“, sem mætti þýða sem Hús listarinnar, og sameinar hundruð handverksmanna sem sérhæfa sig í útsaumi, fjöðrum, gull-, skó- og hattasmíði, plíseringum og skartgripagerð.
Tískusýningin var haldin að nóttu til í þessari sögufrægu borg en innblástur fatalínunnar var fenginn frá kínverskum antíkmunum sem sjálf Gabrielle Chanel safnaði. Fatalínan var tileinkuð ferðalögum, draumum og öðru sem heillar okkur.
Efnin sem mest áberandi voru eru ofnu tweed-ullarefnin frá Chanel, satín og velúr með litlum bróderuðum blómum. Allur frágangur á fatnaðinum var til fyrirmyndar og flíkurnar fóðraðar með silki. Mynstrin voru fengin frá aldagömlum og lökkuðum veggklæðningum. Litirnir sem voru mest áberandi voru svartur, jaðigrænn, dökkbrúnn, bleikur og himinblár. Stígvélin náðu upp að hné og fínni skórnir voru támjóir úr svörtu lakkleðri.
Andrúmsloftið var rómantískt og draumkennt í myrkrinu sem endurspeglaðist vel í lúxusfatnaðinum sem var verið að sýna.