Arnór svaraði fyrir fá tækifæri með landsliðinu

Dagmál | 15. desember 2024

Arnór svaraði fyrir fá tækifæri með landsliðinu

„Auðvitað hefði maður viljað að landsleikirnir væru fleiri,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.

Arnór svaraði fyrir fá tækifæri með landsliðinu

Dagmál | 15. desember 2024

Arnór Smárason.
Arnór Smárason. AFP/Karim Jaafar

„Auðvitað hefði maður viljað að landsleikirnir væru fleiri,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.

„Auðvitað hefði maður viljað að landsleikirnir væru fleiri,“ sagði Skagamaðurinn og knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Arnór Smárason í Dagmálum.

Arnór, sem er 36 ára gamall, lagði skóna á hilluna á dögunum en hann á að baki farsælan atvinnumannaferil í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi.

Lið sem náði í úrslit

Arnór lék 26 A-landsleiki fyrir Ísland, á árunum 2008 til ársins 2019 og var meðal annars á bakvakt á EM í Frakklandi árið 2016 og á HM í Rússlandi árið 2018.

„Meiðsli setti strik í reikninginn og svo kemur líka upp þarna kjarni og byrjunarlið sem heldur betur sýndi sig,“ sagði Arnór.

„Þetta var frábært lið sem náði í úrslit og maður var því meira í kringum þetta en í liðinu. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa verið með í þessari vegferð þó maður hafi ekki verið hluti af EM og HM ævintýrinu.

Ég var nálægt því í bæði skiptin en þú getur ekki sett það á neinn annan en sjálfan þig. Ég hefði sjálfur átt að gera betur þegar ég fékk tækifæri og með mínum félagsliðum,“ sagði Arnór meðal annars.

Viðtalið við Arnór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is