Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands.
Sæl Tinna.
Hvernig er best að stuðla að heilbrigðum samskiptum í leik á milli systkina sem eru endalaust að rífast og meiða hvort annað? Annað er 2ja og hálfs árs og hitt er 4 ára.
Kveðja,
Buguð móðir
Sæl bugaða móðir.
Mikilvægt er að stuðla að jákvæðum samskiptum, hrósa þeim í hvert skipti sem þau sýna æskilega hegðun í samskiptum við hvort annað og veita hvort öðru jákvæða athygli. Búa til samverustundir með þeim saman, þar sem þið foreldrarnir eða allavega annað ykkar eru með þeim. Í þeim væri hægt að gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt, eins og að lesa fyrir þau saman, kubba með þeim, spila eða hvað sem ykkur dettur í huga að gera. En mikilvægt er að þau hafi athygli ykkar foreldra óskipta í samverustundinni.
Þau eru bæði mjög ung ennþá og þurfa leiðbeiningar og fyrirmyndir um hvernig þau eiga að eiga í góðum samskiptum. Halda ró ykkar ef þið þurfið að grípa inn í hjá þeim (ef þau eru að meiða/rífast) og leiðbeinið þeim á rólegan hátt. Ég mæli einnig með því að þau fái samverustund með ykkur foreldrum einslega þ.e.a.s ekki alltaf þau saman svona af og til.
Kveðja,
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu Rut spurningu HÉR.