„Ég er búinn að kvænast manninum“

Borgarferðir | 15. desember 2024

„Ég er búinn að kvænast manninum“

Níels Thibaud Girerd, eða Nilli eins og landsmenn þekkja hann, fór nýlega í Napóleon Bónaparte-ferð til Parísar og dvaldi þar vikulangt. Með honum í ferðinni var María Frakkland, frænka hans og vinkona, og var ferðin skipulögð af Nilla sjálfum. 

„Ég er búinn að kvænast manninum“

Borgarferðir | 15. desember 2024

„Þar mætti ég Napóleon sjálfum á öllum þessum málverkum. Ég …
„Þar mætti ég Napóleon sjálfum á öllum þessum málverkum. Ég komst að því að það eru til tvö eintök af krýningarmyndinni af honum,“ segir Nilli um heimsókn sína til Louvre-safnsins í París. Samsett mynd/Gunnlöð Jóna/Michael Fousert

Níels Thibaud Girerd, eða Nilli eins og landsmenn þekkja hann, fór nýlega í Napóleon Bónaparte-ferð til Parísar og dvaldi þar vikulangt. Með honum í ferðinni var María Frakkland, frænka hans og vinkona, og var ferðin skipulögð af Nilla sjálfum. 

Níels Thibaud Girerd, eða Nilli eins og landsmenn þekkja hann, fór nýlega í Napóleon Bónaparte-ferð til Parísar og dvaldi þar vikulangt. Með honum í ferðinni var María Frakkland, frænka hans og vinkona, og var ferðin skipulögð af Nilla sjálfum. 

Í samtali við Smartland segir Nilli ferðina hafa verið ólýsanlega, upplifunin hafi verið svo mögnuð. 

„Ég sá borgina í nýju ljósi. Þetta var eins og að ganga inn í sögu og fara aftur í aldir því byggingarnar eru ævafornar og Napóleon bjó til þá París sem við þekkjum,“ segir Nilli.

„Lúðvík XIV rústaði París, Lúðvík XVI kúgaði hana og Napóleon reisti hana.“

Níels er hálfur Frakki og finnur ákveðna tengingu við Napóleon …
Níels er hálfur Frakki og finnur ákveðna tengingu við Napóleon í samhenginu að vera „gestur í eigin landi“. Ljósmynd/Kári Sverris
Milli jóla og nýárs verður hægt að hlusta á útvarpsþættina …
Milli jóla og nýárs verður hægt að hlusta á útvarpsþættina Níels og Napóleon á Rás 1. Ljósmynd/Gunnlöð Jóna

Tenging við Napóleon

Ástæða ferðarinnar var sú að Nilli var fenginn til að gera útvarpsþættina Níels og Napóleon sem fara í loftið á Rás 1 milli jóla og nýárs. Ekki nóg með það heldur mun hann leika sjálfan Napóleon í vínsmökkunarleiksýningu sem frumsýnd verður í lok janúar í Hannesarholti.

Leikarinn og leikstjórinn, Gunnar Smári Jóhannesson, sem jafnframt er besti vinur Nilla, spurði hann í sumar af hverju hann hefði aldrei leikið Napóleon Bónaparte.

„Hvað meinarðu og hvað ertu að pæla?“ á Nilli að hafa spurt á móti. Gunnar svaraði því að tími væri kominn til að Nilli myndi leika Napóleon verandi hálfur Frakki og hálfur Íslendingur.

Nilli sló til og eftir því sem hann kynnti sér persónu Napóleons ítarlegar með mikilli heimildavinnu ákvað hann að fara til Parísar til að fá betri tilfinningu fyrir þessum fyrrum hershöfðingja og keisara Frakka.

Nilli segist hafa fundið fyrir Napóleon á hverju götuhorni í …
Nilli segist hafa fundið fyrir Napóleon á hverju götuhorni í París. Alexander/Unsplash

París heimsótt með Napóleon-gleraugum

„Það er ekkert mál að fara til Parísar með Napóleon að leiðarljósi,“ segir Nilli og bætir við að hann hafi margsinnis komið til höfuðborgarinnar því þar eigi hann fjölskyldu, hann hafi þó aldrei farið í þessum erindagjörðum.

„Honum sem keisara Frakka var ekkert óviðkomandi og hafði hann puttana í öllu, allt frá því hvernig ríkið var rekið yfir í fjármunadeild búninga í Þjóðleikhúsi Frakka.“ Nilli segir Napóleon hafa sótt leikhúsið á hverju kvöldi eða eins og hann gat. Þar átti hann vini og elskhuga. Hann hafi jafnframt átt elskhuga í Óperunni í París. En hann styrkti leikhúsið mikið og bjó til menningarvitund Frakka. 

Rue de l'Abreuvoir, París, Frakklandi.
Rue de l'Abreuvoir, París, Frakklandi. Jeff Frenette/Unsplash

Það lá því beinast við að heimsækja Þjóðleikhúsið í 1. hverfi borgarinnar sem stofnað var árið 1680 og Óperuna, sem á yfir 350 ára sögu.  

Nilli heimsótti einnig paradísarheimtina eða herragarðinn, Château de Malmaison, sem Napóleon keypti handa sinni heittelskuðu Joséfine. Sú heimsókn hafði mikil áhrif á Nilla enda var það ekki aðeins heimili Joséfine heldur lá hún þar á dánarbeðinu. 

Nilli fann sjálfan sig standa við rúm Joséfine þar sem hún lést úr barnaveiki árið 1814. Í svefnherbergi með fáa glugga stóð hann og fylltist þörf til að fara að leiði þessarar stóru persónu í lífi Napóleons.

Nilli veltir fyrir sér hvort andlát Joséfine hafi haft áhrif á að Napóleon tapaði hinum fræga Waterloo-bardaga 1815 því hann gat nánast ekki lifað án hennar.

„Joséfine er jarðsett í mjög fallegri kirkju í úthverfi Parísarborgar, í vesturátt. Kirkja sem er lítið sótt og þar eru engir ferðamenn. Til hægri við altarið er Joséfine ásamt dóttur sinni Hortense.“

Nilli segist að sjálfsögðu hafa fært Joséfine rós við leiðið því hún hafði unun af rósum og ræktaði yfir tvö hundruð rósategundir í garðinum við Château de Malmaison.

Louvre-safnið. Partur af heimsókn Nilla til Parísar fólst í að …
Louvre-safnið. Partur af heimsókn Nilla til Parísar fólst í að skoða málverk af keisaranum sjálfum, Napóleon, á Louvre-safninu. Unsplash
Það er spurning hvor þetta er, Nilli eða Napóelon sjálfur?
Það er spurning hvor þetta er, Nilli eða Napóelon sjálfur? Ljósmynd/Gunnlöð Jóna

Fann fyrir Napóleon á hverju götuhorni

Alla vikuna sem Nilli dvaldi í París var hann á hlaupum frá einum stað til annars. Hann heimsótti einnig leiði Napóleons, inni í hvelfingu Cathédrale Saint-Louis-des-Invalides.

Hann fór einnig á Louvre-safnið. „Þar mætti ég Napóleon sjálfum á öllum þessum málverkum. Ég komst að því að það eru til tvö eintök af krýningarmyndinni af honum.“

Nilli bætir því við að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að þessi stórhöfðingi hafi látist aðeins fjórum árum áður en fyrsta ljósmyndin var tekin, þá 51 árs.

Að lokum nefnir Nilli annan stað sem mikilvægt var að heimsækja í Napóleon-ferðinni en það var Þjóðarbókhlaða þeirra Frakka, Bibliothèque nationale de France. Þar er að finna fjársjóð í sögu Frakka, t.a.m þau 40.000 bréf sem maðurinn skrifaði á ævinni. Á bókhlöðunni gat Nilli sökkt sér í tilfinningaþrungin skrif Napóleons og fengið betri innsýn í persónulegt líf hans, við mikla hrifningu.

„Ég er búinn að kvænast manninum!“

Nilli segir að Napóleon hafi reist París eins og við …
Nilli segir að Napóleon hafi reist París eins og við þekkjum borgina í dag. Vitoria Beatriz Fetter/Unsplash
mbl.is