Þegar miðjusætið er tómt í flugvélinni og flugáhöfnin tilkynnir að búið sé að kalla alla farþega um borð anda þeir léttar sem sitja við hlið auða sætisins, vitandi að þeir sleppa við olnbogaskot meðan á fluginu stendur.
Þegar miðjusætið er tómt í flugvélinni og flugáhöfnin tilkynnir að búið sé að kalla alla farþega um borð anda þeir léttar sem sitja við hlið auða sætisins, vitandi að þeir sleppa við olnbogaskot meðan á fluginu stendur.
Þegar miðjusætið er tómt í flugvélinni og flugáhöfnin tilkynnir að búið sé að kalla alla farþega um borð anda þeir léttar sem sitja við hlið auða sætisins, vitandi að þeir sleppa við olnbogaskot meðan á fluginu stendur.
Þar að auki verður meira geymslupláss undir sætunum fyrir framan, auka borðpláss, auka sætisbakvasi og hægt er að leggja ýmislegt frá sér í sætið við hliðina eins og jakkann og flugvélakoddann.
Dean Foster, höfundur bókarinnar The Global Etiquette Guides, segir frá óskrifuðum siðareglum er varða tómt miðjusæti í viðtali við Travel and Leisure og hvað sé sanngjarnt þegar sætið milli tveggja farþega er mannlaust.
Það er stór misskilningur að sá sem sest fyrstur hafi frekar tilkall til miðjusætisins og þess sem því fylgir. „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglan gildir engan veginn í þeim tilvikum.
Báðir mega geyma jakkann og annað í miðjusætinu en af öryggisástæðum er ekki ætlast til að þungir hlutir séu geymdir þar lengi, sérstaklega við flugtak og í lendingu. Í einhverjum tilfellum hafa farþegar sett þungan bakpoka í autt miðjusæti og spennt á hann öryggisbeltið. Verði ókyrrð í lofti er bakpokinn ekki að fara að haldast kyrr í sætinu og gæti hugsanlega endað á öðrum farþega.
Þá er alls ekki mælt með því að farþegi færi sig í miðjusætið því það gæti komið þeim sem situr hinum megin við sætið að óvörum og honum fundist ruðst inn á sitt persónulega svæði.
Samskipti eru lykilatriði, hvort sem áhugi er á að blanda geði við annan farþega eða ekki. Vilji annar farþeganna eða báðir leggja frá sér hlut í miðjusætið eða á einhvern hátt nýta það er um að gera að það sé rætt fyrir fram.
Sé tungumálið hindrun er alltaf hægt að nota líkamstjáningu og látbragð, því ekki er verið að ræða eðlisfræði heldur einfaldlega hvort hægt sé að leggja tösku í sætið, eður ei.