Sigga Heimis selur litríka tveggja hæða íbúð við Flókagötu

Heimili | 15. desember 2024

Sigga Heimis selur litríka tveggja hæða íbúð við Flókagötu

Sigga Heimis, iðnhönnuður, hefur sett fallega tveggja hæða íbúð sína við Flókagötu á sölu. Sigga er þekkt fyrir góða rýmisgreind en lesendur Smartlands hafa fengið að njóta þess reglulega í gegnum tíðina þegar heimili hennar hafa verið til umfjöllunar af ýmsum tækifærum. 

Sigga Heimis selur litríka tveggja hæða íbúð við Flókagötu

Heimili | 15. desember 2024

Sigga Heimis hefur búið sér einstakan heim á Seltjarnarnesi. Nú …
Sigga Heimis hefur búið sér einstakan heim á Seltjarnarnesi. Nú er húsið komið á sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigga Heimis, iðnhönnuður, hefur sett fallega tveggja hæða íbúð sína við Flókagötu á sölu. Sigga er þekkt fyrir góða rýmisgreind en lesendur Smartlands hafa fengið að njóta þess reglulega í gegnum tíðina þegar heimili hennar hafa verið til umfjöllunar af ýmsum tækifærum. 

Sigga Heimis, iðnhönnuður, hefur sett fallega tveggja hæða íbúð sína við Flókagötu á sölu. Sigga er þekkt fyrir góða rýmisgreind en lesendur Smartlands hafa fengið að njóta þess reglulega í gegnum tíðina þegar heimili hennar hafa verið til umfjöllunar af ýmsum tækifærum. 

Íbúðin við Flókagötu er 178 fm að stærð og er í húsi sem reist var 1944. Heimili Siggu er litríkt og glundroðakennt en þó er hver hlutur á sínum stað. Það er öllu raðað upp eftir litapallettu og tilfinningum og verður útkoman heillandi. Það er þó ekki laust við að fólk þurfi að sjá heimilið með eigin augum því ljósmyndir segja ekki alla söguna. 

Hér má sjá stóran hjartalaga spegil sem Sigga Heimis hannaði …
Hér má sjá stóran hjartalaga spegil sem Sigga Heimis hannaði fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/Sölumyndir.is
Íbúðin er á tveimur hæðum.
Íbúðin er á tveimur hæðum. Ljósmynd/Sölumyndir.is

Litrík hönnunarsaga á heimili 

Sigga starfaði lengi hjá Ikea og líka hjá Fritz Hansen sem framleiðir hönnun Arne Jacobsen. Heimilið er sneisafullt af hönnunargripum eftir helstu meistara hönnunarheimsins og lifa ólíkir stílar í sátt og samlyndi á heimilinu við Flókagötu. Í bókastofunni eru String-hillur upp um alla veggi og það sem er gaman að sjá er hvað þær njóta sín vel þegar hlaðið er vel í þær. 

Eldhús, stofa og borðstofa eru í sama rými.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í sama rými. Ljósmynd/Sölumyndir.is

Sigga festi kaup á hæðinni við Flókagötu eftir að hún seldi einbýlishúsið við Tjarnarstíg sem lesendur fengu að kynnast í gegnum þáttinn Heimilislíf. 

Af fasteignavef mbl.is: Flókagata 39

Horft úr stofunni inn í eldhús.
Horft úr stofunni inn í eldhús. Ljósmynd/Sölumyndir.is
Bókastofan er lífleg og falleg.
Bókastofan er lífleg og falleg. Ljósmynd/Sölumyndir.is
Ljósmynd/Sölumyndir.is
Ljósmynd/Sölumyndir.is
mbl.is