Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta, segir félagið hafa í hyggju að fara yfir mál með lögmönnum sínum er varðar vöruhúsið sem risið hefur einungis nokkrum metrum frá fjölbýlishúsi í eigu félagsins í Árskógum.
Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta, segir félagið hafa í hyggju að fara yfir mál með lögmönnum sínum er varðar vöruhúsið sem risið hefur einungis nokkrum metrum frá fjölbýlishúsi í eigu félagsins í Árskógum.
Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri húsnæðissamvinnufélagsins Búseta, segir félagið hafa í hyggju að fara yfir mál með lögmönnum sínum er varðar vöruhúsið sem risið hefur einungis nokkrum metrum frá fjölbýlishúsi í eigu félagsins í Árskógum.
Hann segir það hafa komið félaginu í opna skjöldu þegar útlit hússins lá fyrir en eins og þegar hefur komið fram horfa íbúar fjölbýlishússins beint á álklæddan grænan vegg sem skyggir á birtu íbúa hússins.
Bjarni bendir einnig á að þarna muni fara fram þungaflutningar sem muni að líkindum til fara á öllum tímum sólarhrings til að þjónusta verslanir Haga. Virðist sem tilvist þessa húss í íbúahverfi fari þvert gegn stefnu borgarinnar um að aðskilja iðnað og íbúahverfi.
„Þó að þetta gímald muni vissulega hafa áhrif á íbúa Búseta, þá er þetta mál með fleiri fleti. Þarna mun verða umferð þungaflutningabíla. Húsið er staðsett á viðkvæmu svæði. Þarna eru tvö hús Félags eldri borgara, auk þjónustumiðstöðvar eldri borgara, ÍR er með íþróttasvæði og æskulýðsstarf, og því er mjög óheppilegt að þurfa að beina þungri umferð flutningabíla á öllum tímum sólarhrings í gegnum þetta viðkvæma hverfi,“ segir Bjarni.
Bjarni segir ekki tímabært að úttala sig um hvaða lagalegu úrræði Búseti hefur í málinu. Einar Þorsteinsson borgarstjóri hefur látið hafa það eftir sér að hann vilji að húsið verði lækkað.
„Við gátum engan veginn vitað hvað myndi rísa á lóðinni þó að við höfum haft upplýsingar um að þarna myndi verða atvinnustarfsemi. Þessi bygging rís mjög hratt því hún er stálgrindarhús sem tekur skamma stund að reisa,“ segir Bjarni.
Hann segir að Búseti hafi verið í samskiptum við íbúa sem hafi lýst óánægju sinni.
„Vegakerfið er þannig uppsett að það er hægt að koma beint af stofnbraut að umræddri byggingu. Hins vegar þarftu að keyra fram hjá íbúahúsnæðinu þegar þú yfirgefur svæðið. Þannig að það er vandséð hvernig þessi akstursleið á að bera uppi þá stórauknu umferð sem til kemur með þeirri starfsemi sem verður komið fyrir í þessu stóra húsi.“