Andrés Bretaprins mun ekki halda heilög jól ásamt bresku konungsfjölskyldunni í Sandringham-höll bróður hans, Karls III Bretakonungs.
Andrés Bretaprins mun ekki halda heilög jól ásamt bresku konungsfjölskyldunni í Sandringham-höll bróður hans, Karls III Bretakonungs.
Andrés Bretaprins mun ekki halda heilög jól ásamt bresku konungsfjölskyldunni í Sandringham-höll bróður hans, Karls III Bretakonungs.
Fyrrverandi eiginkona Andrew Sarah, hertogaynjan af York, verður heldur ekki viðstödd hátíðarhöldin en breskir miðlar telja að hún og Andrés muni verja jólunum saman í eign sinni Royal Lodge.
Talið er að Karl konungur bjóði um 45 fjölskyldumeðlimum til Sandhringham á jóladag en ekki er vitað hvort að Andrés eða Sarah hafi fengið boð í hádegisverð fyrir jól eins og hefð er fyrir.
Andrés prins hefur verið sérlega umdeildur á síðustu árum eftir að tengsl hans við kynferðisbrotamanninn og auðjöfurinn Jeffrey Epstein litu dagsins ljós.
Þá hefur hann nýverið verið viðloðinn kínverskt njósnahneyksli í Bretlandi en meintur njósnari á vegum kínverska kommúnistaflokksins, Yang Tengbo, er sagður hafa myndað náið vinasamband við Andrés.