„Það er alveg fúlt en staðreyndin er sú að langfæstir fótboltamenn fá einhvern draumaendi,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
„Það er alveg fúlt en staðreyndin er sú að langfæstir fótboltamenn fá einhvern draumaendi,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
„Það er alveg fúlt en staðreyndin er sú að langfæstir fótboltamenn fá einhvern draumaendi,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.
Hannes Þór, sem er fertugur, lagði skóna á hilluna haustið 2021 eftir afar farsælan feril þar sem hann var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og fór á tvö stórmót með liðinu.
Hannes Þór lagði skóna nokkuð óvænt á hilluna í mars árið 2022 en hann samdi um starfslok við Valsmenn í nóvember árið 2021.
„Minn ferill er að mörgu leyti eins og eitthvað fáránlegt handrit að einhverri ótrúverðugri Hollywood-bíómynd,“ sagði Hannes.
„Það var allt búið að ganga upp og ég var svo löngu, löngu orðinn sáttur. Árið 2011, þegar ég varð Íslandsmeistari, þá sagði ég við sjálfan mig að allt sem myndi gerast eftir þetta yrði bónus.
Svo tók við landsliðævintýrið og allt það. Þetta var vissulega leiðinlegur endir en ég get ekki látið það lita fótboltaferilinn of mikið því hann gaf mér svo mikið. Ég hefði kosið það að vera með í ráðum og hvernig ég hefði viljað stíga af velli en það væri eiginlega frekja að ætlast til þess að fá einhvern fullkominn endi,“ sagði Hannes meðal annars.