Ísraelskir samningamenn hafa aldrei verið nær samkomulagi um vopnahlé og lausn gísla á Gasa síðan tímabundið vopnahlé var gert í stríði Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna í nóvember 2023, að sögn Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels.
Ísraelskir samningamenn hafa aldrei verið nær samkomulagi um vopnahlé og lausn gísla á Gasa síðan tímabundið vopnahlé var gert í stríði Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna í nóvember 2023, að sögn Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels.
Ísraelskir samningamenn hafa aldrei verið nær samkomulagi um vopnahlé og lausn gísla á Gasa síðan tímabundið vopnahlé var gert í stríði Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna í nóvember 2023, að sögn Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels.
Heimildarmaður AFP-fréttaveitunnar segir að ísraelsk sendinefnd hefði komið til Doha í Katar fyrr í dag „til að ræða vopnahlé og gíslasamning á Gasa“.
Háttsettur embættismaður Hamas í Katar sagði einnig að samningaviðræðunum miðaði vel áfram.
Allar sáttaumleitanir, undir forystu Egypta, Bandaríkjamanna og Katara, hafa síðan í nóvember á síðasta ári ekki skilað árangri.
Í september tilkynntu stjórnvöld í Katar að þau myndu fresta sáttaumleitunum og kenndu þau báðum aðilum um að vilja ekki ná samkomulagi.
Eftir sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í byrjun nóvember hafa þó viðræður hafist á ný, nú með undir forystu Bandaríkjamanna, Egypta, Katara og Tyrkja.
Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði í heimsókn sinni til Ísraels í dag að hann hefði „þá tilfinningu“ að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, væri tilbúinn til að semja.
Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði einnig á mánudag að samningaviðræður hefðu verið árangursríkar undanfarna daga en að ágreiningur væri enn til staðar.
„Við erum að þrýsta eins mikið á og við getum á þessum tímapunkti og við teljum okkur geta náð samningum. En eftir sem áður er það undir Hamas og Ísrael að koma þessu yfir endamarkið,“ sagði hann við blaðamenn.
Dagblaðið Wall Street Journal greindi frá því í síðustu viku að á borðinu væri samningur sem myndi tryggja tveggja mánaða vopnahlé þar sem 30 gíslar yrðu frelsaðir úr haldi Hamas og á sama tíma myndu palestínskir fangar í Ísrael látnir lausir.