Óverulegt magn fannst í könnunarleiðangri uppsjávarskipsins Aðalsteins Jónssonar SU sem lauk er skipið lagði við bryggju á Eskifirði í morgun.
Óverulegt magn fannst í könnunarleiðangri uppsjávarskipsins Aðalsteins Jónssonar SU sem lauk er skipið lagði við bryggju á Eskifirði í morgun.
Óverulegt magn fannst í könnunarleiðangri uppsjávarskipsins Aðalsteins Jónssonar SU sem lauk er skipið lagði við bryggju á Eskifirði í morgun.
Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við Austurfrétt að helst hafi mælst loðna við Kolbeinseyjarhrygg en magnið hafi verið svo lítið að ekki væri tilefni til að leita lengra til vesturs.
Leiðangrinum var ætlað að kanna hve langt austur með landinu loðnan væri komin og var leitað var frá Langanesi og vestur að Kolbeinseyjarhrygg. Niðurstöðurnar gefa ekki tilefni til að hefja vetrarmælinguna strax eftir áramót að sögn Guðmundar.
Fram kemur vinna þurfi betur úr þeim upplýsingum sem fengust í leiðangrinum því einnig voru tekin sýni til að kanna þroskastig loðnunnar.
Haustleiðangur Hafrannsóknastofnunar sýndi ekki næga loðnu til að réttlæta upphafsraðgjöf og hefur stofnunin lagt til að engar loðnuveiðar verði stundaðar þennan veturinn. Vetrarmæling gæti hins vegar kallað á endurskoðun veiðiráðgjafar.