Telur ekki þurfa að herða útlendingalöggjöfina

Flóttafólk á Íslandi | 16. desember 2024

Telur ekki þurfa að herða útlendingalöggjöfina

Dag­björt Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér ekki fyrir sér að það þurfi að herða útlendingalöggjöf enn frekar til þess að fækka hælisumsóknum á Íslandi.

Telur ekki þurfa að herða útlendingalöggjöfina

Flóttafólk á Íslandi | 16. desember 2024

Dag­björt Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér ekki fyrir sér að það þurfi að herða útlendingalöggjöf enn frekar til þess að fækka hælisumsóknum á Íslandi.

Dag­björt Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér ekki fyrir sér að það þurfi að herða útlendingalöggjöf enn frekar til þess að fækka hælisumsóknum á Íslandi.

„Það voru auðvitað mjög veiga­mikl­ar breyt­ing­ar gerðar í fyrra á lög­gjöf­inni og sé ekki fyr­ir mér að það þurfi per se að gera ein­hverj­ar um­frambreyt­ing­ar á því,“ seg­ir Dag­björt í nýjasta þætti Dagmála. 

Dagbjört mætti í þáttinn ásamt Snorra Mássyni þar sem farið var yfir hin ýmsu mál.

Schengen áskilur að til séu búsetuúrræði

Spurð hvort að henni hugnist að taka upp móttökumiðstöð fyrir hælisleitendur sem koma til landsins og lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd, segir hún mikilvægt að hafa mannúð og skilvirkni að leiðarljósi.

Á sama tíma þurfi að horfa til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands. 

„Schengen-samstarfið, sem við erum aðilar að, áskilur að það séu miklu mannúðlegri úrræði til staðar fyrir aðila sem bíða brottvísunar eða eru fyrirsjáanlega við komuna til landsins ekki að fara öðlast inngöngu af einhverjum ástæðum,“ segir Dagbjört. 

„Eitthvað verður að gera“

Hún bendir á að Ísland hafi vistað hælisleitendur sem hafa fengið synjun í fangelsum þar sem ekki hafi verið til staðar búsetuúrræði.

„Þannig já, eitthvað verður að gera. Hvort að þetta verði einhver stór fangelsi þar sem verði heilu og hálfu fjölskyldurnar þarna og börn þarna látin daga uppi svo árum skiptir, eins og því miður er til annars staðar erlendis, það hugnast mér alls ekki,“ segir Dagbjört. 

Snorri og Dag­björt ræddu ýmis hita­mál á borð við út­lend­inga­mál, rétt­trúnað, stöðu vinst­ris­ins, um­hverf­is­mál og ný­legt bann Breta við veit­ingu kynþroska­bæl­andi lyfja til barna.

Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á þátt­inn í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is