Þreyttur á kvörtunum frá foreldrum

Dagmál | 16. desember 2024

Þreyttur á kvörtunum frá foreldrum

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segist vera orðinn þreyttur á sífelldum kvörtunum foreldra þess efnis að skólarnir standi sig ekki í stykkinu þegar kemur að kennslu í fjármálum. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur var sl. miðvikudag.

Þreyttur á kvörtunum frá foreldrum

Dagmál | 16. desember 2024

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segist vera orðinn þreyttur á sífelldum kvörtunum foreldra þess efnis að skólarnir standi sig ekki í stykkinu þegar kemur að kennslu í fjármálum. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur var sl. miðvikudag.

Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segist vera orðinn þreyttur á sífelldum kvörtunum foreldra þess efnis að skólarnir standi sig ekki í stykkinu þegar kemur að kennslu í fjármálum. Þetta segir hann í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur var sl. miðvikudag.

Ég heyri oft foreldra segja að þeir geti ekki kennt þessa hluti og skólarnir verði að sinna því. En ef þú ert fullorðin manneskja og getur ekki útskýrt fyrir krökkunum þínum hvernig greiðslukort virka eða hvernig eigi að taka lán þá þarft þú bara að læra það því þá er eflaust ekki í lagi hjá þér og með þín fjármál," segir Björn Berg.

Hann bætir við að horfa verði til þess að stigin hafi verið skref í skólakerfinu til að kenna fjármál auk þess sem umræðan um fjármál hafi stóraukist. 

„Við þurfum að gera fólki ljóst að það skiptir máli að læra um fjármál og hjá fullorðnu fólki þá byrjar það hjá þeim sjálfum. Fólk á ekki bara að sitja og bíða eftir að fá kennslu heldur bara læra því ávinningurinn er svo mikill," segir Björn Berg.

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is