Borgaryfirvöld hyggjast funda með eigendum vöruhúss sem var reist að Álfabakka 2 við hlið fjölbýlishúss og hefur vakið mikla úlfúð. Eigendur voru í fullum rétti og borgin hyggst ræða við þá um hvort einhverjar leiðir séu færar til þess að lágmarka áhrif á nærliggjandi byggð.
Borgaryfirvöld hyggjast funda með eigendum vöruhúss sem var reist að Álfabakka 2 við hlið fjölbýlishúss og hefur vakið mikla úlfúð. Eigendur voru í fullum rétti og borgin hyggst ræða við þá um hvort einhverjar leiðir séu færar til þess að lágmarka áhrif á nærliggjandi byggð.
Borgaryfirvöld hyggjast funda með eigendum vöruhúss sem var reist að Álfabakka 2 við hlið fjölbýlishúss og hefur vakið mikla úlfúð. Eigendur voru í fullum rétti og borgin hyggst ræða við þá um hvort einhverjar leiðir séu færar til þess að lágmarka áhrif á nærliggjandi byggð.
Þetta segir Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.
Viðstaddir fundinn verða, auk Ólafar, fulltrúar eigendanna, hönnuður vöruhússins, skipulagsfulltrúi, fulltrúi borgarlögmanns og fulltrúi frá atvinnuskrifstofunni. Eigendur vöruhússins eru félögin Eignabyggð og Klettás sem hvort um sig á 50% hlut í félaginu Álfabakka 2 ehf.
„[Við ætlum] aðeins að setjast yfir þetta með þeim, hvort það séu einhverjir fletir á því að breyta þessu og lágmarka þessi áhrif. Auðvitað eru þeir með sínar heimildir í skipulagi og uppfylla þeir öll ákvæði byggingarreglugerðar. Þannig að þetta er í fyrsta lagi bara að taka þetta samtal, horfa á þetta saman og sjá hvaða leiðir eru færar til að lágmarka neikvæð áhrif á nærliggjandi byggð,“ segir hún.
Ólöf segir skipulagsskilmála vera rúma á lóðinni og að allir skilmálar hafi verið uppfylltir.
„En það er ákveðið metnaðarleysi í hönnun hússins. Það er bara þannig. Engu að síður uppfyllir það skipulagsskilmála, sem voru nokkuð rúmir í þessu tilviki,“ segir hún og nefnir að það hefði meðal annars mátt huga betur að hlið hússins sem snýr að fjölbýlishúsinu við hliðina.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag