Stjórn Grindavíkurbæjar vill varðveita ummerki hamfaranna í Grindavík og sameina með því fortíð og framtíð bæjarins. Drög að nýju rammaskipulagi voru kynnt í dag og fela meðal annars í sér að lega á sprungum, hraun og einhver ummerki húsa verði varðveitt og nýtt á nýstárlegan hátt.
Stjórn Grindavíkurbæjar vill varðveita ummerki hamfaranna í Grindavík og sameina með því fortíð og framtíð bæjarins. Drög að nýju rammaskipulagi voru kynnt í dag og fela meðal annars í sér að lega á sprungum, hraun og einhver ummerki húsa verði varðveitt og nýtt á nýstárlegan hátt.
Stjórn Grindavíkurbæjar vill varðveita ummerki hamfaranna í Grindavík og sameina með því fortíð og framtíð bæjarins. Drög að nýju rammaskipulagi voru kynnt í dag og fela meðal annars í sér að lega á sprungum, hraun og einhver ummerki húsa verði varðveitt og nýtt á nýstárlegan hátt.
Drögin byggja á hugmyndum og tillögum Grindvíkinga, en kallað var eftir hugmyndum í október. Tillögurnar eru unnar af Batteríinu arkitektum.
Á meðal þeirra húsa sem lagt er til að varðveita eru Hópið, Salthúsið og Verkalýðshúsið við Víkurbraut. Þá er lagt til að settar verði upp sýningar, gönguleiðir og merkingar til að gera náttúruöflin og áhrif þeirra sýnileg.
Í frumdrögunum má sjá hugmyndir að gönguleiðum um Víkurbraut, umhverfis hraunið sem kom upp um sprungu innan varnargarða 14. janúar og varðveislu á sprungu við jaðar sigdalsins sem myndaðist 10. nóvember 2023.
Segir á vef bæjarins að markmiðið sé ekki aðeins að endurbyggja bæinn heldur einnig að gera Grindavík að einstökum stað sem íbúar og gestir geti notið og lært af um ókomin ár.
Grindavíkurbær kallar nú eftir ábendingum frá Grindvíkingum um drög rammaskipulagsins.