Áhrifavaldurinn Alix Earle hefur nýlega skartað þröngum gallabuxum á samfélagsmiðlum sínum og þar með farið gegn ríkjandi tísku unga fólksins mörgum til mikillar furðu.
Áhrifavaldurinn Alix Earle hefur nýlega skartað þröngum gallabuxum á samfélagsmiðlum sínum og þar með farið gegn ríkjandi tísku unga fólksins mörgum til mikillar furðu.
Áhrifavaldurinn Alix Earle hefur nýlega skartað þröngum gallabuxum á samfélagsmiðlum sínum og þar með farið gegn ríkjandi tísku unga fólksins mörgum til mikillar furðu.
Alix Ashley Earle, sem hefur fengið viðurnefnið „TikTok's It Girl“ hefur enn á ný náð að setja samfélagsmiðla á hliðina. Að þessu sinni voru það ekki „Get Ready With Me“ myndbönd sem voru uppspretta vinsælda hennar, heldur klæddist hún einfaldlega þröngum gallabuxum. Nú spyrja margir: Eru þröngar gallabuxur að snúa aftur?
Eru níðþröngu gallabuxurnar komnar aftur?
Alix útskrifaðist úr viðskiptafræði frá University of Miami í maí síðastliðinn. Hún hefur náð að byggja upp gífurlegt fylgi á samfélagsmiðlum á örfáum árum með einlægum frásögnum og upplifunum, sem hún deilir óhrædd með aðdáendum. Það sem hrífur fólk helst er hversu hrá og hreinskilin Alix er sem verður til þess að sífellt fleiri tengja við hana.
Frásagnir Alix snúast um fjörugt næturlíf, vina- og fjölskyldusambönd, baráttu við líkamsímynd, húðvandamál og margt fleira. Með þessu hefur hún skapað svokölluð Alix Earle áhrif eða „Alix Earle Effect“ þar sem vörur sem hún mælir með seljast oft upp á örfáum klukkustundum.
Hér fyrir neðan má sjá vinsælt „Get Ready With Me“ myndband frá henni en um 20 milljónir hafa horft á það myndband.
Myndbandið þar sem Alix Earle klæðist þröngum gallabuxum hefur fengið gríðarlega mikla athygli á TikTok. Athugasemdakerfið fylltist af vangaveltum um hvort þessi sígilda flík sé á leiðinni aftur í tísku. „Þýðir þetta endalok víðra gallabuxna?“ skrifaði einn notandi, á meðan annar skrifar: „Af hverju finnst mér þær flottar?“
Þröngar buxur voru eitt sinn ráðandi tískustraumur, sérstaklega á árunum 2000 til 2015. Síðustu ár hefur hins vegar útvítt snið komið í stað þess og þægilegar buxur tekið yfir. Margir trúðu því að þröngar buxur væru horfnar úr tísku að eilífu en svo reyndist greinilega ekki. Áhrif áhrifavaldanna á samfélagsmiðlum eru greinileg.
Hér má sjá TikTok myndband af einni sem varð fyrir Alix Earle áhrifunum:
Samfélagsmiðlar veita áhrifavöldum, eins og Alix Earle, tækifæri til að skapa og breyta tískustraumum í rauntíma. Það sem áður var ákveðið af tískuhúsum Parísar og Mílanó, getur nú auðveldlega ákvarðast af áhrifavöldum á TikTok. Eins og Alix Earle sýnir, getur eitt myndband um einfalt klæðaval myndað umræður um framtíð tískunnar. Hvort þröngar gallabuxur verði á ný vinsælar er óljóst, en ljóst er að Alix hefur enn á ný sannað hversu gríðarleg áhrif hún hefur á samfélagsmiðla og tísku.
Hér má sjá myndbandið sem um er að ræða, þar sem Alix skartar þröngum gallabuxum á samfélagsmiðlum sínum og önnur myndbönd sem fylgja umræðunni: