Leiðbeiningar: Svört og dramatísk augnförðun hjá Chanel

Snyrtivörur | 18. desember 2024

Leiðbeiningar: Svört og dramatísk augnförðun hjá Chanel

Augnförðunin á Métiers d’art-sýningu Chanel vakti mikla athygli. Þykk, svört augnpennalína á efra augnloki ásamt svörtum augnskugga minnti um margt á augnförðun bresku söngkonunnar Amy Winehouse sem var undir áhrifum frá „pin-up“-tímabili sjötta og sjöunda áratugarins. Allt annað í förðuninni virðist heldur látlaust en hér má finna leiðbeiningarnar í skrefum. Það er tilvalið að leika förðunina eftir yfir hátíðarnar enda nóg um að vera.

Leiðbeiningar: Svört og dramatísk augnförðun hjá Chanel

Snyrtivörur | 18. desember 2024

Húðin er mött á móti svartmáluðum augum. Passa að augabrúnirnar …
Húðin er mött á móti svartmáluðum augum. Passa að augabrúnirnar séu ekki of dökkar á móti. Ljósmynd/Chanel

Augnförðunin á Métiers d’art-sýningu Chanel vakti mikla athygli. Þykk, svört augnpennalína á efra augnloki ásamt svörtum augnskugga minnti um margt á augnförðun bresku söngkonunnar Amy Winehouse sem var undir áhrifum frá „pin-up“-tímabili sjötta og sjöunda áratugarins. Allt annað í förðuninni virðist heldur látlaust en hér má finna leiðbeiningarnar í skrefum. Það er tilvalið að leika förðunina eftir yfir hátíðarnar enda nóg um að vera.

Augnförðunin á Métiers d’art-sýningu Chanel vakti mikla athygli. Þykk, svört augnpennalína á efra augnloki ásamt svörtum augnskugga minnti um margt á augnförðun bresku söngkonunnar Amy Winehouse sem var undir áhrifum frá „pin-up“-tímabili sjötta og sjöunda áratugarins. Allt annað í förðuninni virðist heldur látlaust en hér má finna leiðbeiningarnar í skrefum. Það er tilvalið að leika förðunina eftir yfir hátíðarnar enda nóg um að vera.

Það þarf ekki margar vörur til að leika þessa förðun …
Það þarf ekki margar vörur til að leika þessa förðun eftir. Ljósmynd/Chanel
Le Liner De Chanel Noir Profond-augnlínupenninn.
Le Liner De Chanel Noir Profond-augnlínupenninn. Ljósmynd/Chanel

Farði

Á andlitið er notað Les Beiges Water-Fresh Complexion Touch með 2 fyrir 1-farðabursta frá Chanel, 2-In-1 Foundation Brush Fluid and Powder N°101. Húðin á að vera náttúruleg og mött.

Yfirbragð húðarinnar er fullkomnað með Le Correcteur De Chanel-hyljaranum frá Chanel og best er að nota til þess Retractable Dual-Tip Concealer-burstann, eftir þörfum.

Til að framkalla náttúrulegan roða í kinnarnar er mælt með Joues Contraste Intense Rose Ardent á miðjar kinnar og litnum blandað með bursta, eftir kinnbeini, í átt að hárlínu.

Ljóminn er framkallaður með Baume Essentiel Transparent efst á kinnbeinin með burstanum Retractable Highlighter Brush N° 111.

Augabrúnir

Chanel mælir með fremur látlausum og náttúrulegum augabrúnum. Best er að byrja á að greiða í gegnum þær með Dual-Ended Brow Brush N° 207.

Og eftir þörfum að gera þær fyllri með Stylo Sourcils Haute Precision.

Varirnar eru náttúrulegar á móti dökkum augum.
Varirnar eru náttúrulegar á móti dökkum augum. Ljósmynd/Chanel

Augu

Þá kemur að aðalatriðinu en það er augnlínan. Hún er dregin með efra augnlokinu og gerð eins þykk og kostur er. Chanel mælir með Le Liner De Chanel Noir Profond-augnlínupennanum og við enda augnloksins er línan sveigð aðeins upp á við.

Því næst er línan gerð enn þykkari með Ombre Essentielle 246 Bois Noir, viðmiðið er allt augnlokið.

Að lokum er settur maskari á efri augnhárin, með Mascara Le Volume De Chanel 10 Noir.

Varir

Vörunum er gefinn raki með Rouge Coco Baume Dreamy White.

Neglur

Naglalakkið er ljósbleikt í anda sjötta og sjöunda áratugarins. Best er að undirbúa neglurnar með La Base Camélia, því næst er lakkið sjálft sett á í litnum Le Vernis De Chanel 175 Skieuse og eftir að lakkið þornar er aukaglans bætt við með Le Gel Coat.

Dual-Ended Brow Brush N° 207 passar upp á náttúrulegar augabrúnir.
Dual-Ended Brow Brush N° 207 passar upp á náttúrulegar augabrúnir.
Mælt er með að nota Joues Contraste Intense Rose Ardent-kinnalitinn …
Mælt er með að nota Joues Contraste Intense Rose Ardent-kinnalitinn á miðjar kinnar.
Les Beiges Water-Fresh Complexion Touch er fullkomið undir farða.
Les Beiges Water-Fresh Complexion Touch er fullkomið undir farða.
Rouge Coco Baume Dreamy White varanæring nær fram náttúrulegu útliti.
Rouge Coco Baume Dreamy White varanæring nær fram náttúrulegu útliti.
Ombre Essentielle 246 Bois Noir er svartur augnskuggi sem er …
Ombre Essentielle 246 Bois Noir er svartur augnskuggi sem er sniðugt að nota við þessa förðun.
mbl.is