Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda áfram í dag. Skrif á stjórnarsáttmála eru í fullum gangi.
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda áfram í dag. Skrif á stjórnarsáttmála eru í fullum gangi.
Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda áfram í dag. Skrif á stjórnarsáttmála eru í fullum gangi.
Þetta segir Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í samtali við mbl.is.
Ingileif segir fundinn hafa hafist í hádeginu en vildi ekki gefa upp staðsetningu hans.
Formennirnir þrír halda spilunum þétt að sér. Samkvæmt heimildum mbl.is verður ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins mynduð öðru hvoru megin við jól. Þó að stjórnarmyndunarviðræður gangi vel þá er hins vegar ekki búið að ná lendingu í öllum málaflokkum.