Þeir sem þola ekki kæki gætu þjáðst af misokinesia

Andleg heilsa | 18. desember 2024

Þeir sem þola ekki kæki gætu þjáðst af misokinesia

Þeir sem afbera varla þegar annað fólk er með ávana á borð við að fikta statt og stöðugt í hárinu á sér eða hreyfa fótlegginn hratt upp og niður þegar setið er, þjást hugsanlega af misokinesia.

Þeir sem þola ekki kæki gætu þjáðst af misokinesia

Andleg heilsa | 18. desember 2024

Hver gæti ímyndað sér að manneskja sem hefur þann kæk …
Hver gæti ímyndað sér að manneskja sem hefur þann kæk að snúa stöðugt upp á hárlokk valdi hugarangri og vanlíðan hjá annarri manneskju? Peter Nguyen/Unsplash

Þeir sem afbera varla þegar annað fólk er með ávana á borð við að fikta statt og stöðugt í hárinu á sér eða hreyfa fótlegginn hratt upp og niður þegar setið er, þjást hugsanlega af misokinesia.

Þeir sem afbera varla þegar annað fólk er með ávana á borð við að fikta statt og stöðugt í hárinu á sér eða hreyfa fótlegginn hratt upp og niður þegar setið er, þjást hugsanlega af misokinesia.

Vísindamenn keppast við að greina fyrirbærið sem virðist ekki hafa neinar augljósar skýringar, enn sem komið er.

Ýkt viðbrögð við annarra manna ávönum

Í nýrri grein tímaritsins PLoS One tóku sérfræðingar ítarleg viðtöl við 21 einstakling sem tilheyrir stuðningshóp við fólk með misokinesia. Flestir svara því að fóta- og handahreyfingar fari mest í taugarnar á þeim, en önnur hljóð eins og pennasmellir og hársnúningar vekja einnig upp vondar tilfinningar.

Aðrir viðmælendur segjast ýmist vilja klippa fingur af þeim sem slá þeim hratt í borðið eða hreinlega líða illa þegar makinn hreyfir tærnar upp og niður fyrir framan sjónvarpið.

Dr. Jane Gregory, klínískur sálfræðingur við Oxford-háskóla, hefur rannsakað og meðhöndlað bæði misokinesia og misphonia. Hún segir suma þeirra sem þjást af misokinesia geta orðið mjög pirraða á fikti eða endurteknum hreyfingum en að það hafi ekki áhrif á daglegt líf þeirra.

En að aðrir, sem þjást af misokinesia, viðhafi ýktari viðbrögð á borð við ofsareiði eða finni jafnvel fyrir vanlíðan. Smá smellir geti orðið að látum í eyrum þeirra, hljóð sem verða ekki síuð frá.

Það að smella fingrum statt og stöðugt í borðið gæti …
Það að smella fingrum statt og stöðugt í borðið gæti orsakað ofbeldishugsanir hjá þeim sem þjást af misokinesia Janay Peters/Unsplash

Hugmyndir um ofbeldi gagnvart þeim sem er með kæk

Lýsingar eins og aukinn hjartsláttur og ofsareiði eru algengar hjá þeim sem bregðast á ýktan hátt við endurteknum ávönum annarra. 

Dr. Gregory segir að svo ofsafengin viðbrögð geti virkað lamandi og komið í veg fyrir að fólk einbeiti sér og geri eðlilega hluti. „Hluti af heila þeirra er stöðugt að hugsa um hreyfinguna,“ segir hún. Jafnframt geti hugmyndir um ofbeldi og að þvinga viðkomandi til að hætta hreyfingunum skotist upp í huga þeirra.

Orsök viðbragða sem þessara gæti verið eðlishvöt mannsins að lifa af, allt auka áreiti verði til þess að maðurinn fari í einhvers konar varnarstöðu. Líkt og undirmeðvitundin sé stöðugt að fylgjast með hugsanlegri „hættu“.

Eitt af því sem fólk gerir til að forðast vond viðbrögð er að fylgjast ekki með öðrum fikta í sér eða afvegleiða sjálft sig frá ávana annarra. Sumir hreinlega forðast þá sem eru með leiðinlega kæki. 

Dr. Gregory segir eina leið fyrir fólk til að sporna gegn vondum hugsunum þá að gera sér í hugarlund af hverju viðkomandi hafi slíkan kæk. Hún segir marga skammast sín fyrir svo ýkt viðbrögð en að eitthvað verði fólk að gera því séu tilfinningar bældar niður geti þær orðið enn sterkari og orsakað meiri vanlíðan.

BBC News

mbl.is