Bandaríska stórsöngkonan Christina Aguilera fagnaði 44 ára afmæli sínu í gær, miðvikudaginn 18. desember, og birti eldheita mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.
Bandaríska stórsöngkonan Christina Aguilera fagnaði 44 ára afmæli sínu í gær, miðvikudaginn 18. desember, og birti eldheita mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.
Bandaríska stórsöngkonan Christina Aguilera fagnaði 44 ára afmæli sínu í gær, miðvikudaginn 18. desember, og birti eldheita mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins.
Aguilera lítur fantavel út svo að ekki sé meira sagt og er stolt af líkamanum, sem verður að segjast eins og er að lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 25 ára.
Færsla söngkonunnar vakti strax mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni, en hátt í 300.000 manns höfðu líkað við myndina á innan við sólarhring og fjölmargir óskað stjörnunni til hamingju með afmælið.
Aguilera hefur grennst töluvert síðustu mánuði en hugmyndir hafa verið uppi um að hratt og skyndilegt þyngdartap hennar sé tilkomið vegna notkunar á sykursýkislyfinu Ozempic. Hún hefur hvorki játað né neitað þeim sögusögnum.