Eiríkur ætlar ekki að tryggja Reyni Trausta áhyggjulaust ævikvöld

Á besta aldri | 19. desember 2024

Eiríkur ætlar ekki að tryggja Reyni Trausta áhyggjulaust ævikvöld

Eiríkur Rögnvaldsson fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp áskrift sinni að Heimildinni.

Eiríkur ætlar ekki að tryggja Reyni Trausta áhyggjulaust ævikvöld

Á besta aldri | 19. desember 2024

Reynir Traustason og Eiríkur Rögnvaldsson.
Reynir Traustason og Eiríkur Rögnvaldsson. Samsett mynd

Eiríkur Rögnvaldsson fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp áskrift sinni að Heimildinni.

Eiríkur Rögnvaldsson fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp áskrift sinni að Heimildinni.

Þetta gerði hann eftir að fregnir bárust af því að Mannlíf, sem er í ritstjórn Reynis Traustasonar, og Heimildin, sem er í ritstjórn Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur og Jóns Trausta Reynissonar, séu að renna saman í eitt.

Fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf

Eiríkur getur ekki hugsað sér að styðja það að Reynir Traustason eigi áhyggjulaust ævikvöld. 

„Ég hef verið áskrifandi að Heimildinni frá upphafi, og var einnig áskrifandi að Stundinni og styrkti Kjarnann,“ segir Eiríkur í færslu á Facebook-síðu sinni og heldur áfram:

„Mér finnst mikilvægt að styrkja óháða fréttamennsku en það er fráleitt að kaupa sorpritið Mannlíf til þess að Reynir Traustason megi eiga áhyggjulaust ævikvöld. Þess vegna hef ég sagt áskrift minni að Heimildinni upp.“

Þess má geta að Reynir Traustason er fæddur 1953 og er 71 árs gamall.

Eiríkur bætir því við í annarri færslu á félagsmiðlinum að hann hafi átt við að Reynir losni við skyldur ritstjórans: 

„Í framhaldi af fyrri færslu um Heimildina vil ég taka fram: Nú hef ég fengið þá skýringu að ummæli Reynis Traustasonar um „áhyggjulaust ævikvöld“ vísi ekki til þess að hann losni við fjárhagsáhyggjur enda fái hann enga peninga út úr fyrirhugaðri yfirtöku, heldur til þess að hann verði laus undan áhyggjum ritstjórans. Ég skal alveg trúa þessu, og eins því að hvorki sonur hans né tengdadóttir hafi komið nálægt málinu.

En það er bara ekki nóg. Tengsl aðila í þessu máli valda því að það lítur illa út og það er auðvelt að gera það tortryggilegt, og það skaðar því óhjákvæmilega trúverðugleik Heimildarinnar. Það er sérstaklega óheppilegt að þetta skuli koma upp á sama tíma og málefni FH þar sem formaður félagsins og bróðir hans fengu greidda tugi milljóna. Þeir halda því fram að það hafi allt verið eðlilegt og hvað veit ég, en það lítur a.m.k. ekki vel út.
Fyrir fjölmiðil sem vill vera ábyrgur og vera tekinn alvarlega er nefnilega ekki nóg að hlutirnir séu í lagi - þeir þurfa líka að líta út fyrir að vera í lagi. Þess vegna finnst mér það óskiljanlegt dómgreindarleysi af stjórnendum Heimildarinnar að gefa svona höggstað á sér,“ segir Eiríkur. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur hefur sagt upp áskrift sinni að Heimildinni.
Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur hefur sagt upp áskrift sinni að Heimildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is