Hannes: „Þessi var helvíti góður hugsaði ég með mér“

Dagmál | 19. desember 2024

Hannes: „Þessi var helvíti góður hugsaði ég með mér“

„Bodö/Glimt var lið í neðri hlutanum sem rokkaði mikið á milli deilda,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.

Hannes: „Þessi var helvíti góður hugsaði ég með mér“

Dagmál | 19. desember 2024

„Bodö/Glimt var lið í neðri hlutanum sem rokkaði mikið á milli deilda,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.

„Bodö/Glimt var lið í neðri hlutanum sem rokkaði mikið á milli deilda,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, í Dagmálum.

Hannes Þór, sem er fertugur, lagði skóna á hilluna haustið 2021 eftir afar farsælan feril þar sem hann var í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu og fór á tvö stórmót með liðinu.

Hafnaði þeim reglulega

Hannes Þór lék með Noregsmeisturum Bodö/Glimt árið 2016 við góðan orðstír en liðið hefur verið sigursælasta lið Noregs undanfarin ár.

„Mér gekk frábærlega þarna og það gekk það vel að þeir hringdu í mig nánast árlega, allt þangað til árið 2020, og buðu mér að koma aftur,“ sagði Hannes.

„Ég hafnaði þeim í hvert skipti og síðasta skiptið sem ég hafnaði þeim var viku áður en ég byrjaði Íslandsmótið með Val, sumarið 2021.

Þeir lentu í öðru sæti árið áður sem ég hélt að hefði verið einhver Leicester-einkenni. Þeir sögðu mér það að þeir hefðu endað í öðru sæti og markmiðið væri að vinna deildina í ár.

Þessi var helvíti góður hugsaði ég með mér,“ sagði Hannes meðal annars.

Viðtalið við Hannes Þór í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is