Hvert kíló skilar Íslendingum mun meira

Fiskveiðistjórnunin | 19. desember 2024

Hvert kíló skilar Íslendingum mun meira

Samþætt virðiskeðja í sjávarútvegi hér á landi styður við að virðisauki aflans (vinnslan) eigi sér frekar stað innanlands en erlendis. Þetta sést líklega best með því að bera saman sjávarútveg í Noregi og á Íslandi, en hvert kíló af útfluttum fiski skilar Íslendingum töluvert meiri verðmætum en Norðmönnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hvert kíló skilar Íslendingum mun meira

Fiskveiðistjórnunin | 19. desember 2024

Hvert kíló af þorski, ýsu og ufsa skilar Íslendingum mun …
Hvert kíló af þorski, ýsu og ufsa skilar Íslendingum mun meira en Norðmönnum þar sem virðiraukinn er líklegri til að verða til innanlands á Íslandi en í Noregi. Morgunblaðið/Hari

Samþætt virðiskeðja í sjávarútvegi hér á landi styður við að virðisauki aflans (vinnslan) eigi sér frekar stað innanlands en erlendis. Þetta sést líklega best með því að bera saman sjávarútveg í Noregi og á Íslandi, en hvert kíló af útfluttum fiski skilar Íslendingum töluvert meiri verðmætum en Norðmönnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samþætt virðiskeðja í sjávarútvegi hér á landi styður við að virðisauki aflans (vinnslan) eigi sér frekar stað innanlands en erlendis. Þetta sést líklega best með því að bera saman sjávarútveg í Noregi og á Íslandi, en hvert kíló af útfluttum fiski skilar Íslendingum töluvert meiri verðmætum en Norðmönnum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í greiningu sem birt var á Radarnum á dögunum er bent á að 12% af útfluttum þorski árið 2023 voru seld úr landi heil eða hausskorin á meðan restin er unnar afurðir; 27% ýsunnar voru seld heil eða hausskorin og 12% ufsans. Í Noregi voru hins vegar 60% af þorski flutt úr landi óunnin, 96% af norskri ýsu og 52% af norskum ufsa.

Skilaði þannig hvert útflutt kíló af þorski 1.210 krónum á Íslandi en 989 krónum í Noregi og fá þannig Íslendingar rúmlega 22% meira fyrir hvert kíló af þorski. Munurinn er enn meiri í ýsu þar sem hann nemur 148%, fá Íslendingar 952 krónur fyrir hvert kíló af útfluttri ýsu en Norðmenn 385 krónur. Íslendingar fá síðan 756 krónur fyrir hvert kíló af ufsa á móti 444 krónum Norðmanna.

Sjávarauðlindin skilar því þjóðarbúinu mun meiri tekjum hér á landi en í Noregi.

Samkeppnishæfni ráðandi

Í Noregi er ekki heimilt að sami aðili reki veiðar og vinnslu og verður því að keppast um hráefnið á uppboðsmarkaði. Geta þar aðilar boðið í fiskinn sem enga vinnslu reka heldur hafa aðeins það markmið að selja fiskinn heilan úr landi til ríkja þar sem launakostnaðurinn er langtum minni en í Noregi eins og til að mynda Kína.

Bent er á í greiningu Radarsins að í gögnum Hagstofu Evrópusambandsins um launakostnað á klukkustund sjáist að Noregur sé með næsthæsta launakostnað í Evrópu en Ísland þriðja mesta. „Útflutningsgreinar, líkt og sjávarútvegur, eiga því á brattann að sækja í þessum löndum, enda verða fyrirtækin að greiða samkeppnishæf laun innanlands til þess að fá fólk til starfa.“

Þessi staða skapar mikinn þrýsting á samkeppnishæfni vinnslu í ríkjunum tveimur og í stöðunni séu aðeins tveir valkostir, annars vegar að flytja störf úr landi og hins vegar að fjárfesta fyrir mikla fjármuni í hátæknibúnaði og sjálfvirknivæðingu.

Með miklum fjárfestingum í hátæknivinnsluhúsum hefur evrið hægt að keppa …
Með miklum fjárfestingum í hátæknivinnsluhúsum hefur evrið hægt að keppa um verð á erlendum mörkuðum. mbl.is/Gunnlaugur

Þá segir að aukin tæknivæðing hafi „verið undirstaða verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi og ekki síður bættra kjara og aðbúnaðar starfsfólks. Hún hefur vissulega fækkað störfum, en um leið gert þau verðmætari þar sem störfin verða oft og tíðum sérhæfðari þar sem hærra menntunarstigs er þörf. Á sama tíma hafa Norðmenn dregið úr framleiðslu á unnum afurðum og hafa í auknum mæli selt fisk heilan úr landi.“

Forsenda þess að hægt sé að fjárfesta í þessari miklu tæknivæðingu er meðal annars að tryggt sé stöðugt framboð hráefnis til vinnslu. Það fæst hins vegar ekki í Noregi þar sem samþætt virðiskeðja er bönnuð.

„Þetta veldur augljóslega fiskvinnslu þar í landi miklum erfiðleikum þar sem framboð á fiski, sem jafnframt getur verið í mismiklum gæðum, getur verið mjög mikið yfir stutt tímabil. Störfin eru því árstíðabundin, auk þess sem ekki er hægt að sinna kröfum einstakra markaða allan ársins hring,“ segir í greiningunni.

Skattsporið aldrei stærra

Vakin er athygli á því að norski sjávarútvegsráðherrann hafi nýverið alfarið hafnað hugmyndum um auðlindagjöld á norskan sjávarútveg og frekar lýst vilja til að styðja við aukna verðmætasköpun þar í landi, sem um sinn skilar blómlegu atvinnulífi í sjávarbyggðum og bættum skilyrðum til búsetu.

„Hér á landi virðist megináhersla sumra stjórnmálaflokka vera á aukna skattlagningu, í stað þess að hlúa betur að þeim þáttum sem mest verðmæti skapa fyrir samfélagið í heild sinni. Staða Íslands er öfundsverð, enda hefur verðmætasköpun Íslendinga úr sjávarauðlindinni aldrei verið meiri en á undanförnum árum og samhliða því hefur skattspor íslensks sjávarútvegs aldrei verið stærra,“ segir í grieningunni.

mbl.is