Kæra Framsóknar: Lýsing á „dapurlegri málsmeðferð“

Alþingiskosningar 2024 | 19. desember 2024

Kæra Framsóknar: Lýsing á „dapurlegri málsmeðferð“

Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi hefur lagt fram kæru til landskjörstjórnar vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða eða annarri ráðstöfun til að tryggja að ekki séu villur í niðurstöðum talningarinnar.

Kæra Framsóknar: Lýsing á „dapurlegri málsmeðferð“

Alþingiskosningar 2024 | 19. desember 2024

Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður sendir kæruna inn til landskjörstjórnar fyrir hönd …
Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður sendir kæruna inn til landskjörstjórnar fyrir hönd Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi hefur lagt fram kæru til landskjörstjórnar vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða eða annarri ráðstöfun til að tryggja að ekki séu villur í niðurstöðum talningarinnar.

Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi hefur lagt fram kæru til landskjörstjórnar vegna talningar atkvæða í kjördæminu og synjunar yfirkjörstjórnar á endurtalningu atkvæða eða annarri ráðstöfun til að tryggja að ekki séu villur í niðurstöðum talningarinnar.

Þá er tekið fram í kærunni, sem mbl.is hefur undir höndum, að yfirkjörstjórn beri að upplýsa kæranda um fjölda utankjörfundaratkvæða og skiptingu þeirra á milli framboða, en ekki hafi verið orðið við beiðni um að fá þær upplýsingar. 

Það er Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður sem sendir kæruna inn fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Lítið frávik geti haft áhrif á landsvísu

Telur Framsóknarflokkurinn að ekki sé hafið yfir réttmætan vafa að villur kunni að vera í talningunni. Í ljósi þess hve litlu munar á atkvæðum efsta manns á lista Framsóknar og þeim frambjóðanda í kjördæminu sem hlaut síðasta kjördæmakosna þingsætið í kjördæminu, sé rík ástæða til þess að gæta að því að niðurstöður talningar yfirkjörstjórnar séu réttar. 

Þá skipti máli að einungis lítið frávik í talningu atkvæða í kjördæminu geti haft áhrif á úthlutun jöfnunarsæta á landsvísu.

Farið ofana í saumana framkvæmdinni

Yfirkjörstjórn hafnaði fyrstu beiðni Framsóknarflokksins um endurtalningu á þeim forsendum að slík aðgerð væri ekki heimil samkvæmt lögum. 

Ítarlegra svar barst svo síðar við ítrekaðri beiðni Framsóknarflokksins um endurtalningu og kom þar fram að yfirkjörstjórn hefði tekið sér tíma til að fara ofan í saumana á framkvæmd kosninganna og sannreynt niðurstöður talningar.

Niðurstöður þeirrar skoðunar hafi verið að ekkert bendi til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar hafi verið ábótavant.

Telja vinnubrögðin ekki í samræmi við lög

Framsóknarflokkurinn vill meina að yfirkjörstjórn hafi átti að veita umboðsmönnum framboða í kjördæminu kost á að vera viðstaddir yfirferðina og gæta hagsmuna umbjóðenda sinna.

„Frá sjónarhóli kæranda er þetta allt saman lýsing á heldur dapurlegri málsmeðferð af hálfu yfirkjörstjórnar,“ segir meðal annars í kærunni. 

„Kærandi telur að þessi vinnubrögð séu ótæk og ekki í samræmi við lög. Aðili sem ber ábyrgð á réttri stjórnsýsluframkvæmd er ekki til þess bær að rannsaka það einn og sjálfur hvort einhverju sé ábótavant í hans eigin framkvæmd,“ segir þar jafnframt.

Telur Framsóknarflokkurinn að viðbrögð við erindum hans hafi ekki verið í samræmi við ákvæði kosningalaga. Yfirkjörstjórn hafi borið að endurtelja atkvæðin í kjördæminu eða gera aðrar fullnægjandi ráðstafanir að viðstöddum umboðsmönnum framboða til þess að ganga úr skugga um að ekki væru villur í talningu atkvæðanna.

mbl.is