Fyrirtæki keppast um það á þessum árstíma að gleðja starfsmenn og viðskiptavini fyrir jólin. Flugfélagið PLAY kom farþegum sínum á óvart með óvæntu jólaflugi, gjöfum og tónlist. Þetta var í flugi frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og meirihluti farþeganna um borð voru íslenskir. Margir eflaust námsmenn eða búsettir í dönsku stórborginni og á leið heim yfir jólin.
Fyrirtæki keppast um það á þessum árstíma að gleðja starfsmenn og viðskiptavini fyrir jólin. Flugfélagið PLAY kom farþegum sínum á óvart með óvæntu jólaflugi, gjöfum og tónlist. Þetta var í flugi frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og meirihluti farþeganna um borð voru íslenskir. Margir eflaust námsmenn eða búsettir í dönsku stórborginni og á leið heim yfir jólin.
Fyrirtæki keppast um það á þessum árstíma að gleðja starfsmenn og viðskiptavini fyrir jólin. Flugfélagið PLAY kom farþegum sínum á óvart með óvæntu jólaflugi, gjöfum og tónlist. Þetta var í flugi frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og meirihluti farþeganna um borð voru íslenskir. Margir eflaust námsmenn eða búsettir í dönsku stórborginni og á leið heim yfir jólin.
Jólasveinn mætti óvænt í flugið sem kom börnunum í mikinn jólagír. Gestum var boðið upp á Malt og appelsín, piparkökur og konfekt í fluginu. Einnig var hljómsveit um borð sem spilaði jólatónlist fyrir farþega í háloftunum.
„Rúsínan í pylsuendanum var þegar komið var til Keflavíkur og þá voru það ekki töskur sem renndu sér niður töskubandið heldur jólagjafir sérmerktar hverjum og einum farþega,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar PLAY.