Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag halda áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Sú vinna gengur vel að sögn Ingileifar Friðriksdóttur, aðstoðarmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar.
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag halda áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Sú vinna gengur vel að sögn Ingileifar Friðriksdóttur, aðstoðarmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar.
Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu í dag halda áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Sú vinna gengur vel að sögn Ingileifar Friðriksdóttur, aðstoðarmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar.
Mögulega verður einhverra tíðinda að vænta síðar í dag um það hvenær stjórnarsáttmálinn verður kynntur, en formennirnir hafa talað á þeim nótum að ný ríkisstjórn verði kynnt fyrir áramót.
Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um stöðu viðræðnanna að undanförnu en þann 3. desember ákváðu flokkarnir að hefja stjórnarmyndunarviðræður.
Í gær og í fyrradag var haft samband við alla þingmenn fyrrnefndra flokka, 36 talsins, en lítið var um svör um gang viðræðnanna. Af þeim sem svöruðu var lítið sagt annað en að viðræður gengju vel fyrir sig en svo var vísað á formennina.
Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar, sagði viðræðurnar þó ekki stranda á neinu.
„Það er ekkert sem þetta er að stranda á í augnablikinu, að mér vitandi,“ sagði hann, spurður hvort að það væru einhver óleyst mál sem gætu komið í veg fyrir stjórn.
„Það er bara verið að taka sér góðan tíma í að vinna þetta allt saman,“ sagði Ingvar jafnframt og tók fram að hann bæri fullt traust til Þorgerðar til að leiða þetta til lykta.