Flestir eru sáttir við úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga, eða 55% landsmanna á meðan rúmlega 27% eru ósátt við þau.
Flestir eru sáttir við úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga, eða 55% landsmanna á meðan rúmlega 27% eru ósátt við þau.
Flestir eru sáttir við úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga, eða 55% landsmanna á meðan rúmlega 27% eru ósátt við þau.
Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Þá segir að konur séu almennt sáttari við úrslit kosninganna en karlar og fólk yfir fimmtugu er almennt sáttara en yngra fólk.
Fólk undir þrítugu er líklegra en eldra fólk til að taka afstöðu til spurningarinnar og segjast annaðhvort sátt eða ósátt. Almennt er fólk í lægri tekjuhópum ánægðara með úrslit kosninganna en fólk í hærri tekjuhópum, að því er segir í þjóðarpúlsinum.
„Eins og búast má við eru þau sem kusu þá þrjá flokka sem eiga nú í stjórnarmyndunarviðræðum ánægðari með úrslit kosninganna en þau sem kusu aðra flokka.“
Aðspurðir hvaða flokkar, þrír eða fleiri, landsmenn vildu að mynduðu nýja ríkisstjórn nefndu flestir þá þrjá flokka sem eiga nú í stjórnarmyndunarviðræðum: Samfylkinguna, Viðreisn og Flokk fólksins, eða ríflega fjórir af hverjum tíu.
Rúmlega 14% vildu að Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Miðflokkurinn mynduðu stjórn og nær 12% Samfylkingin, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn.
Spurt var:
Hversu sátt(ur) eða ósátt(ur) ertu með úrslit alþingiskosninganna?
Hvaða flokkar, þrír eða fleiri, myndir þú vilja að mynduðu nýja ríkisstjórn?
Um er að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 5. til 12. desember. Heildarúrtaksstærð var 1.726 og þátttökuhlutfall var 47,9%.