Sammála um að koma þurfi á „varanlegum friði“

Úkraína | 19. desember 2024

Sammála um að koma þurfi á „varanlegum friði“

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, eru sammála um að stríð Rússlands gegn Úkraínu hafi staðið yfir allt of lengi.

Sammála um að koma þurfi á „varanlegum friði“

Úkraína | 19. desember 2024

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands og Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands og Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti. Samsett mynd

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, eru sammála um að stríð Rússlands gegn Úkraínu hafi staðið yfir allt of lengi.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands og Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, eru sammála um að stríð Rússlands gegn Úkraínu hafi staðið yfir allt of lengi.

Þetta segir í yfirlýsingu frá þýsku ríkisstjórninni en Scholz og Trump funduðu í gegnum síma fyrr í dag.

Mun styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefur

Kemur fram í yfirlýsingunni að mennirnir tveir hafi sammælst um að bráðnauðsynlegt væri að koma á „réttlátum, sanngjörnum og varanlegum friði“ á milli Rússlands og Úkraínu.

Þá kom þar einnig fram að Scholz muni halda áfram að styðja Úkraínu í vörn sinni gegn yfirgangi Rússlands eins lengi og þörf krefur.

Bandaríkin og Evrópa þurfi að vinna saman

Á leiðtogafundi í Brussel í dag ítrekaði Volodomír Selenskí Úkraínuforseti að Kænugarður þyrfti bæði stuðning Bandaríkjanna og Evrópu til að ná fram varanlegum friði.

„Ég held að aðeins Bandaríkin og Evrópa í sameiningu geti raunverulega stöðvað Pútín og bjargað Úkraínu,“ sagði Selenskí í dag.

mbl.is