Við Ásenda 1 stendur afar fallegt einbýlishús sem reist var 1966. Húsið er 323,2 fm að stærð. Það var auglýst til sölu í sumar og hefur nú verið selt. Húsið er sérlega glæsilegt í grunninn og var það gert upp á sínum tíma og var mikið lagt í það. Þær endurbætur voru úr sér gengnar þegar húsið var auglýst til sölu.
Við Ásenda 1 stendur afar fallegt einbýlishús sem reist var 1966. Húsið er 323,2 fm að stærð. Það var auglýst til sölu í sumar og hefur nú verið selt. Húsið er sérlega glæsilegt í grunninn og var það gert upp á sínum tíma og var mikið lagt í það. Þær endurbætur voru úr sér gengnar þegar húsið var auglýst til sölu.
Við Ásenda 1 stendur afar fallegt einbýlishús sem reist var 1966. Húsið er 323,2 fm að stærð. Það var auglýst til sölu í sumar og hefur nú verið selt. Húsið er sérlega glæsilegt í grunninn og var það gert upp á sínum tíma og var mikið lagt í það. Þær endurbætur voru úr sér gengnar þegar húsið var auglýst til sölu.
Stefán Örn Arnarsson og Kristrún Helga Hafþórsdóttir eru nýir eigendur hússins og greiddu 160.000.000 kr. fyrir húsið. Þau bjuggu áður í endaraðhúsi við Goðaland 8 í Fossvogi en Smartland greindi frá því á dögunum að landsliðskonur hefðu fest kaup á því húsi.
Húsið við Ásenda er sérlega glæsilegt en það var á tímabili í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar fjárfestis, oft kenndur við Hagkaup, og fjölskyldu hans. Svo festi Svanur Kristbergsson kaup á húsinu í gegnum félag sitt Basalt ehf. og var húsið í hans eigu í um áratug.
Ef marka má hæfileika Stefáns og Kristrúnar á heimilissviðinu á húsið eftir að verða eins og höll innan tíðar þegar þau eru búin að fara höndum um það.
Smartland óskar Stefáni og Kristrúnu til hamingju með húsið!