Valkyrjustjórn geti „valdið heilmiklu tjóni“

Alþingiskosningar 2024 | 19. desember 2024

Valkyrjustjórn geti „valdið heilmiklu tjóni“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Flokkur fólksins virðist vera tilbúinn að gefa verulega eftir í sinni stefnu til þess að komast í ríkisstjórn. Hann segir að möguleg valkyrjustjórn geti valdið miklu tjóni.

Valkyrjustjórn geti „valdið heilmiklu tjóni“

Alþingiskosningar 2024 | 19. desember 2024

Sigmundur var á vappinu í Smiðju rétt fyrir blaðamannafund formanna …
Sigmundur var á vappinu í Smiðju rétt fyrir blaðamannafund formanna Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. mbl.is/Karítas

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Flokkur fólksins virðist vera tilbúinn að gefa verulega eftir í sinni stefnu til þess að komast í ríkisstjórn. Hann segir að möguleg valkyrjustjórn geti valdið miklu tjóni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Flokkur fólksins virðist vera tilbúinn að gefa verulega eftir í sinni stefnu til þess að komast í ríkisstjórn. Hann segir að möguleg valkyrjustjórn geti valdið miklu tjóni.

Blaðamaður mbl.is náði tali af honum í Smiðju rétt fyrir blaðamannafund formanna Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins síðdegis í dag.

„Mér heyrist að Flokkur fólksins sé tilbúinn í bili að gefa eftir allt sem þarf til að komast í ríkisstjórn en svo er spurning hvað gerist eftir að búið verður að mynda stjórnin. Það er ekki víst að það verði eins auðvelt,“ segir Sigmundur.

Verður auðvelt að vera í stjórnarandstöðu

Hann segir að þessi mögulega ríkisstjórn sé nákvæmlega það sem hann óttaðist og varaði við í kosningabaráttunni. Ríkisstjórn höll undir Evrópusambandið og hærri skatta.

Er ekkert þreytt að þurfa vera í stjórnarandstöðu í fjögur ár í viðbót, eins og nú stefnir í að verði?

„Þetta er náttúrulega ríkisstjórn sem verður væntanlega auðvelt og nauðsynlegt að vera í stjórnarandstöðu við, þannig ég kvíði því ekki. Það má jafnvel segja að það sé tilhlökkunarefni en hversu lengi sem þessi stjórn endist þá getur hún auðvitað valdið heilmiklu tjóni,“ segir Sigmundur en tekur þó fram að stjórnarmyndun sé ekki frágengin.

mbl.is