„Brotinn fótur en samt í tísku“

Kardashian | 20. desember 2024

„Brotinn fótur en samt í tísku“

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem nýlega greindi frá því að hún hefði brotið á sér fótinn sýnir enn og aftur að hún lætur ekki erfiðar aðstæður hindra sig í að líta vel út og halda sínum stíl.

„Brotinn fótur en samt í tísku“

Kardashian | 20. desember 2024

Kim Kardashian vinnur í lausnum en ekki vandamálum.
Kim Kardashian vinnur í lausnum en ekki vandamálum. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem nýlega greindi frá því að hún hefði brotið á sér fótinn sýnir enn og aftur að hún lætur ekki erfiðar aðstæður hindra sig í að líta vel út og halda sínum stíl.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sem nýlega greindi frá því að hún hefði brotið á sér fótinn sýnir enn og aftur að hún lætur ekki erfiðar aðstæður hindra sig í að líta vel út og halda sínum stíl.

Stjarnan deildi mynd af gifsinu sínu á Instagram sem líkist háhæluðum skóm með pallbotni. Myndin hefur vakið mikla athygli og hlotið lof fyrir frumlega nálgun.

Fína hælaskóagifsið hennar Kim.
Fína hælaskóagifsið hennar Kim. Ljósmynd/Instagram

„Brotinn fótur, en samt í tísku!“ skrifaði einn aðdáandi á samfélagsmiðlum, á meðan annar lýsti gifsinu sem „nýstárlegu og táknrænu fyrir Kim.“

Kardashian, sem er 44 ára, greindi fyrst frá fótbrotinu fyrr í desember og hefur síðan notað hlaupahjól með stuðningi fyrir hnéð til að komast um. Við opnun nýrrar SKIMS-verslunar í New York mætti hún í leðursamfestingi, samræmdum háhæluðum skóm og gifsinu á öðrum fætinum. SKIMS er undirfatamerki í hennar eigu og hefur náð miklum vinsældum fyrir þægilegan en stílhreinan fatnað.

Kim Kardashian að skarta sýnu fínasta á nýja hlaupahjólinu sínu.
Kim Kardashian að skarta sýnu fínasta á nýja hlaupahjólinu sínu. Ljósmynd/Instagram
mbl.is