Eins og tyggjóklessa á sálinni

Bókaland | 20. desember 2024

Eins og tyggjóklessa á sálinni

Sunneva Kristín Sigurðardóttir og Daníel Daníelsson kynntust í ritlist við Háskóla Íslands og ákváðu í kjölfarið að stofna útgáfufélagið Pirrandi útgáfu utan um bækur sínar. Bók Sunnevu heitir Ógeðslegir hlutir en bók Daníels Bara Edda.

Eins og tyggjóklessa á sálinni

Bókaland | 20. desember 2024

Sunneva Kristín Sigurðardóttir og Daníel Daníelsson stofnuðu útgáfu utan um …
Sunneva Kristín Sigurðardóttir og Daníel Daníelsson stofnuðu útgáfu utan um bækur sínar. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sunneva Kristín Sigurðardóttir og Daníel Daníelsson kynntust í ritlist við Háskóla Íslands og ákváðu í kjölfarið að stofna útgáfufélagið Pirrandi útgáfu utan um bækur sínar. Bók Sunnevu heitir Ógeðslegir hlutir en bók Daníels Bara Edda.

Sunneva Kristín Sigurðardóttir og Daníel Daníelsson kynntust í ritlist við Háskóla Íslands og ákváðu í kjölfarið að stofna útgáfufélagið Pirrandi útgáfu utan um bækur sínar. Bók Sunnevu heitir Ógeðslegir hlutir en bók Daníels Bara Edda.

Pirrandi skáld

„Við vorum, líkt og fleiri, í vandræðum með hvernig við ættum að gefa út bækurnar okkar. Andinn innan ritlistarinnar er þannig að við hjálpumst að og þetta framtak var bara eðlilegt framhald af því samstarfi. Heiti útgáfunnar er að miklu leyti vísun í þann húmor sem sprettur upp úr þeirri stöðu að vera skáld sem fær ekki verk sín gefin út og við erum á vissan hátt að gera grín að okkur fyrir að vera pirrandi skáld. Það er líka kraftur falinn í því að hafa þetta heiti. Eins er merki útgáfunnar rotta sem stendur líka fyrir eitthvað sem er svolítið á skjön, er misskilið og kristallar þennan fallega ljótleika,“ segir Sunneva.

Eins og skáld í spennitreyju

Daníel bendir á að með þessu framtaki séu þau að vissu leyti að skora á hólm þann raunveruleika sem blasir við þeim sem vilja leggja ritlistina fyrir sig.

„Þegar ég byrjaði í ritlist var eins og það væri ekki hægt að gefa út verk án þess að fá fyrst styrk eða viðurkenningu, einhvers konar grænt merki að ofan til þess að mega kalla sig rithöfund eða skáld. 

Enginn velur sér að vera skáld, þetta er meira eins og köllun. Vissulega felst í þessu hark og áhætta en fyrir mig hefur þetta verið algjörlega þess virði. Annars væri ég eins og skáld í spennitreyju sem ég losna ekki úr nema með því að gefa út bók. Þetta snýst um að taka út þroska, listrænan sem persónulegan, og hafa trú á sér.“

Lífrænn heimur bóka

Aðspurður segist Daníel mæla með að gefa út eigin bækur. „Já, 100 prósent alla leið. Sérstaklega ef þú ert með handrit sem þú situr á og ert búinn að vera að burðast með lengi. Óútgefin handrit eru eins og tyggjóklessa á sálinni. Þú verður að koma henni frá þér svo þú getir farið að spreyta þig á einhverju nýju.“

Viðtalið birtist fyrst í Bókablaði Morgunblaðsins, sem kom út 29. nóvember, en þar má finna viðtalið í heild.

mbl.is