Eltingarleikur heilmyndarinnar

Bókaland | 20. desember 2024

Eltingarleikur heilmyndarinnar

Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson segir frá sinni nýjustu bók Skrípið. Vesturíslenskt tónskáld segir hér frá tónleikum sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu, þar sem hann beitti nýstárlegri tækni svo hinn látni píanóleikari Horowitz gæti endurflutt tónleika frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Tónleikarnir gera stormandi lukku og okkar maður leggur drög að tónleikaferðalagi með heilmyndar-Horowitz. Þegar Kóvid-faraldurinn brestur á fara plönin út um þúfur og sögumaður okkar festist í Borgerhout-hverfinu í Belgíu. Þar greinir hann frá undirbúningi tónleikanna, og fílósóferar í leiðinni um jötna og prósentur, frið og frelsi, landflutninga og upplausn.

Eltingarleikur heilmyndarinnar

Bókaland | 20. desember 2024

Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson segir frá sinni nýjustu bók Skrípið. Vesturíslenskt tónskáld segir hér frá tónleikum sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu, þar sem hann beitti nýstárlegri tækni svo hinn látni píanóleikari Horowitz gæti endurflutt tónleika frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Tónleikarnir gera stormandi lukku og okkar maður leggur drög að tónleikaferðalagi með heilmyndar-Horowitz. Þegar Kóvid-faraldurinn brestur á fara plönin út um þúfur og sögumaður okkar festist í Borgerhout-hverfinu í Belgíu. Þar greinir hann frá undirbúningi tónleikanna, og fílósóferar í leiðinni um jötna og prósentur, frið og frelsi, landflutninga og upplausn.

Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson segir frá sinni nýjustu bók Skrípið. Vesturíslenskt tónskáld segir hér frá tónleikum sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu, þar sem hann beitti nýstárlegri tækni svo hinn látni píanóleikari Horowitz gæti endurflutt tónleika frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Tónleikarnir gera stormandi lukku og okkar maður leggur drög að tónleikaferðalagi með heilmyndar-Horowitz. Þegar Kóvid-faraldurinn brestur á fara plönin út um þúfur og sögumaður okkar festist í Borgerhout-hverfinu í Belgíu. Þar greinir hann frá undirbúningi tónleikanna, og fílósóferar í leiðinni um jötna og prósentur, frið og frelsi, landflutninga og upplausn.

Ófeigur Sigurðsson hefur sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur sem vakið hafa mikla athygli, hlotið lof lesenda og gagnrýnenda og unnið til virtra verðlauna. Skáldsagan um Jón Eldklerk hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2011 og metsölubókin Öræfi hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Síðan hefur hann sent frá sér skáldsöguna Heklugjá (2018) og smásagnasafnið Váboða (2020) og á síðasta ári kom skáldsagan Far heimur, far sæll.

mbl.is