Funda með þingflokkum

Alþingiskosningar 2024 | 20. desember 2024

Funda með þingflokkum

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar verður klukkan níu í fyrramálið og á sama tíma fundar þingflokkur Viðreisnar. Þingflokkur Flokks fólksins ásamt stjórn flokksins hyggst einnig funda í fyrramálið. 

Funda með þingflokkum

Alþingiskosningar 2024 | 20. desember 2024

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Arnþór

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar verður klukkan níu í fyrramálið og á sama tíma fundar þingflokkur Viðreisnar. Þingflokkur Flokks fólksins ásamt stjórn flokksins hyggst einnig funda í fyrramálið. 

Þingflokksfundur Samfylkingarinnar verður klukkan níu í fyrramálið og á sama tíma fundar þingflokkur Viðreisnar. Þingflokkur Flokks fólksins ásamt stjórn flokksins hyggst einnig funda í fyrramálið. 

Þingflokkur Samfylkingarinnar gerir formlega tillögu um þátttöku í ríkisstjórn og ráðherralista. Flokksstjórn fær þá tillögu og tekur afstöðu til hennar varðandi stjórnarsáttmála og ráðherralista.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður klukkan 10 í Tjarnarbíói. 

Ráðgjafaráð Viðreisnar kemur saman

Ráðgjafaráð Viðreisnar kemur saman strax í kjölfar þingflokksfundar, að sögn aðstoðarmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. 

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir í samtali við mbl.is þingflokkur Flokks fólksins og stjórn flokksins stefni að því að funda í fyrramálið.

Hann segir nákvæma tímasetningu þó ekki ákveðna að svo stöddu. 

Ríkisstjórnin kynnt

Klukkan 13 á morgun verður stefnu­yf­ir­lýs­ing nýrr­ar rík­is­stjórn­ar og skip­an ráðherra kynnt á blaðamanna­fundi í Hafn­ar­borg í Hafnar­f­irði.

Síðasti ríkisráðsfundur starfsstjórnarinnar verður svo á Bessastöðum klukkan 15.

Í kjölfarið á honum, klukkan 16.30, verður fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar.

Kristrún verður forsætisráðherra

Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, verður for­sæt­is­ráðherra í rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins sem verður kynnt um helg­ina.

Sam­fylk­ing­in verður með fjóra ráðherra og sömu­leiðis Viðreisn en Flokk­ur fólks­ins verður með þrjá ráðherra. Eitt ráðuneyti verður lagt niður.

Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins.

mbl.is