Þingflokksfundur Samfylkingarinnar verður klukkan níu í fyrramálið og á sama tíma fundar þingflokkur Viðreisnar. Þingflokkur Flokks fólksins ásamt stjórn flokksins hyggst einnig funda í fyrramálið.
Þingflokksfundur Samfylkingarinnar verður klukkan níu í fyrramálið og á sama tíma fundar þingflokkur Viðreisnar. Þingflokkur Flokks fólksins ásamt stjórn flokksins hyggst einnig funda í fyrramálið.
Þingflokksfundur Samfylkingarinnar verður klukkan níu í fyrramálið og á sama tíma fundar þingflokkur Viðreisnar. Þingflokkur Flokks fólksins ásamt stjórn flokksins hyggst einnig funda í fyrramálið.
Þingflokkur Samfylkingarinnar gerir formlega tillögu um þátttöku í ríkisstjórn og ráðherralista. Flokksstjórn fær þá tillögu og tekur afstöðu til hennar varðandi stjórnarsáttmála og ráðherralista.
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar verður klukkan 10 í Tjarnarbíói.
Ráðgjafaráð Viðreisnar kemur saman strax í kjölfar þingflokksfundar, að sögn aðstoðarmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, segir í samtali við mbl.is þingflokkur Flokks fólksins og stjórn flokksins stefni að því að funda í fyrramálið.
Hann segir nákvæma tímasetningu þó ekki ákveðna að svo stöddu.
Klukkan 13 á morgun verður stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar og skipan ráðherra kynnt á blaðamannafundi í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Síðasti ríkisráðsfundur starfsstjórnarinnar verður svo á Bessastöðum klukkan 15.
Í kjölfarið á honum, klukkan 16.30, verður fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, verður forsætisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins sem verður kynnt um helgina.
Samfylkingin verður með fjóra ráðherra og sömuleiðis Viðreisn en Flokkur fólksins verður með þrjá ráðherra. Eitt ráðuneyti verður lagt niður.
Þetta herma heimildir Morgunblaðsins.