Íslenska lopapeysan er orðin að Gucci-pels

Fatastíllinn | 20. desember 2024

Íslenska lopapeysan er orðin að Gucci-pels

Mynstur íslensku lopapeysunnar er svo klassískt að það er komið alla leið til Ítalíu í hátískuhúsið Gucci. Nú sem pels. 

Íslenska lopapeysan er orðin að Gucci-pels

Fatastíllinn | 20. desember 2024

Glæsilegir loðnir jakkar undir norrænum áhrifum frá Gucci.
Glæsilegir loðnir jakkar undir norrænum áhrifum frá Gucci. Ljósmyndir/Instagram

Mynstur íslensku lopapeysunnar er svo klassískt að það er komið alla leið til Ítalíu í hátískuhúsið Gucci. Nú sem pels. 

Mynstur íslensku lopapeysunnar er svo klassískt að það er komið alla leið til Ítalíu í hátískuhúsið Gucci. Nú sem pels. 

Gucci kynnti nýjustu línuna sína fyrir haustið 2025 á dögunum. Línan var hönnuð af nýjum listrænum stjórnanda tískuhússins, Dabato De Sarno. Það er spurning hvort hann hafi ferðast mikið um Norðurlöndin því hann var greinilega undir áhrifum.

Pelsinn er stuttur og kemur í nokkrum útfærslum, annaðhvort brúnn með hvítu og svörtu mynstri og með rennilás. Hin útgáfan er einnig stutt en litskrúðugri, ljósfjólublá, gul og hvít. Þessi fatalína gæti verið smá vísbending um það sem koma skal hjá De Sarno og þykja fötin í þessari línu einstaklega klæðileg og vel heppnuð.

Árið 2018 tók tískuhúsið þá ákvörðun að hætta að nota alvöru loðfeld. Þessi ákvörðun varð til þess að nokkur önnur fyrirtæki fylgdu eftir og dýraverndunarsinnar um allan heim fögnuðu þessum nýju kaflaskilum hjá Gucci.

View this post on Instagram

A post shared by GUCCI (@gucci)

 

 

mbl.is