Vaxtamál voru meðal þess sem rætt var í kosningabaráttunni, sem þó var frekar litlaus að mati þeirra Freyju Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra BÍ og Benedikts Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa SFS og fyrrverandi fréttamanns á RÚV, sem ræddu við Dagmál mbl.is um fréttir ársins.
Vaxtamál voru meðal þess sem rætt var í kosningabaráttunni, sem þó var frekar litlaus að mati þeirra Freyju Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra BÍ og Benedikts Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa SFS og fyrrverandi fréttamanns á RÚV, sem ræddu við Dagmál mbl.is um fréttir ársins.
Vaxtamál voru meðal þess sem rætt var í kosningabaráttunni, sem þó var frekar litlaus að mati þeirra Freyju Steingrímsdóttur framkvæmdastjóra BÍ og Benedikts Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa SFS og fyrrverandi fréttamanns á RÚV, sem ræddu við Dagmál mbl.is um fréttir ársins.
Benedikt telur orðræðu stjórnmálamanna í aðdraganda kosninga og raunar eftir kosningar einnig, um að lækka vexti, vera illskiljanlega.
„Ég skildi það aldrei. Ég veit ekki hvernig lánshæfisfyrirtækin erlendu hefðu tekið því og munu taka því ef stjórnmálamenn munu gera það sem þeir ætluðu að gera, þ.e.a.s. að lækka vexti, kannski með handafli,“ segir Benedikt kíminn.
Freyja tekur þó upp hanskann fyrir orðræðu stjórnmálamanna. „Þetta hljómar bara betur en örugg hagstjórn sem á endanum mun lækka vexti,“ segir Freyja.
Nú eru ríkisstjórnarviðræður í fullum gangi og svo virðist sem Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins ætli að ná saman og mynda ríkisstjórn. Í mörgum þeirra viðtala sem gefin hafa verið segjast formenn flokkanna ætla að lækka vexti.